Ostaköku-brúnkur með brómberjakremi

ljósmynd/OhSweetBasil.com

Þessar ostaköku-brúnkur eru svo girnilegar að það er næstum því vandræðalegt. Svo eru þær líka svo fallegar að það er leitun að öðru eins. Bleiki liturinn fer svo einstaklega vel við ostakremið sem tónar skemmtilega við súkkulaðibrúnan brúnkubotninn.

Að því sögðu... þá eru þær líka skrambi góðar og við mælum með þeim. Svona öðruvísi tilbrigði við hefðbundnar brúnkur ef þið eruð að leita að einhverju nýju.

ljósmynd/OhSweetBasil.com

Ostaköku-brúnkur með brómberjakremi

Brúnkur (e. brownies)

  • 2 dl kakóduft
  • 4 dl sykur
  • 2 egg
  • 12 msk. ósaltað smjör
  • 1 1/2 dl hveiti
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 1/2 tsk. salt

Brómberja-puree

  • 180 g fersk eða frosin brómber
  • 1/2 dl sykur
  • 60 ml vatn

Ostakaka

  • 180 g rjómaostur, við stofuhita
  • 60 ml grísk jógúrt
  • 1 egg, við stofuhita
  • 60 g sykur
  • 1/2 tsk. salt

Aðferð

  1. Byrjið á að gera brómberja-puree með því að setja öll hráefnin í lítinn pott og hita á miðlungsháum hita í 8-10 mínútur. Notið pískara eða skeið til að mauka berin. Þegar puree-ið er eldað skal sigta það yfir góðri skál og nota skeið eða sleif til að kremja berin vel og ná öllum safanum úr þeim. Látið kólna niður að stofuhita.
  2. Hitið ofninn í 160 gráður. Setjið smjörpappír í 20 cm ferkantað form og leggið til hliðar. Bræðið smjörið og hrærið sykri, eggjum, vanilludropum og salti saman við. Þegar búið er að blanda hráefnunum vel saman skal bæta við kakó og hveiti. Hellið deiginu í bökunarformið og dreifið því jafnt. 
  3. Setjið öll hráefnin fyrir ostakökuna í hrærivél og notið þeytarann. Hrærið í 2-3 mínútur á miðlungshraða. Hellið yfir brúnkudeigi og dreifið því varlega þannig að það fari vel í öll horn. Næst skuluð þið setja brómberja puree-ið yfir. Setjið bara lítið í einu og notið gaffal til að dreifa úr því og búa til alls kyns snúninga og mynstur. Passið vel að fara bara með gaffalinn í ostakökudeigið – ekki brúnkudeigið.
  4. Bakið í klukkustund eða þar til hún er orðin gullinbrún og tannstöngull kemur fremur hreinn upp eftir að hafa verið stungið í kökuna. Kælið í að minnsta kosti tvo tíma eða yfir nótt. Skerið í bita og berið fram.
ljósmynd/OhSweetBasil.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert