Hver er maðurinn og hvað er í fötunni?

Kanel-kallinn ásamt fötunni góðu.
Kanel-kallinn ásamt fötunni góðu. Skjáskot af Twitter

Hver er hann? Hvaðan kom hann? Og hvað er hann að gera með 100 lítra fötu af kanelkremi í strætó?

Þetta er meðal þeirra spurninga sem notendur samfélagsmiðla velta fyrir sér þessa dagana en mynd náðist af manninum í strætó ásamt 100 lítra fötu af kanelkremi.

Ekki er vitað hver maðurinn er eða hvað hann var að gera við kanelkremið en glöggir lesendur tóku eftir því að fatan var jafnframt merkt Taco Bell.

Samsæriskenningar hafa sprottið upp um raunverulegt innihald fötunnar og vilja margir meina að þetta sé frábær leið til að fela eitthvað misjafnt.

Framleiðandi kremsins, bandaríska fyrirtækið Cinnabon, tók einnig þátt í gríninu og verður ekki annað sagt en að lýðnetið skemmti sér konunglega yfir kanel-kallinum sem enn þá er nafnlaus.

Skjáskot af Twitter
Skjáskot af Twitter
Skjáskot af Twitter
Skjáskot af Twitter
Cinnabon-fyrirtækið tók þátt í gríninu.
Cinnabon-fyrirtækið tók þátt í gríninu. Skjáskot af Twitter
Skjáskot af Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert