36.000 krónum ódýrari í Costco

Hefðbundin KitchenAid-hrærivél kostar rúmar tuttugu þúsund krónur vestanhafs.
Hefðbundin KitchenAid-hrærivél kostar rúmar tuttugu þúsund krónur vestanhafs. Ljósmynd/KitchenAid

Fyrir nokkru skrifuðum við á Matarvefnum frétt um að KitchenAid hrærivél kostaði í Costco í Bandaríkjunum 21.000 krónur. Vangaveltur voru uppi um hvert lokaverð væri á vélinni hérlendis eftir að tollar og flutningsgjöld bættust við. Nú er ljóst að KitchenAid fæst vissulega í versluninni en aðeins í hvítu og í Classic-útgáfu og kostar 51.900 krónur. Slík vél fæst ekki hérlendis en sú sem kemst næst því er KitchenAid Artisan-vél sem kostar minnst 87.900 krónur hérlendis samkvæmt þeim fimm verslunum sem við gerðum samanburð í.

Artisan-vélin er þó stærri og kraftmeiri. Ódýrust var vélin í Elko. Er því um að ræða 36.000 króna mismun þó ekki sé um sömu gerð að ræða en eftir því sem við komumst næst fæst Classic-týpan ekki lengur hérlendis. „Costco selur útgáfu sem heitir Classic en við erum að selja útgáfu sem er kölluð Artisan. Sú sem við seljum er öflugri og stærri en sú sem er seld í Costco,“ segir markaðsstjóri Elko, Bragi Þór Antoníusson. Þess ber þó að geta að viðskiptavinir verslunarinnar þurfa að eiga Costco-kort sem kostar 4.800 krónur á ári.

KitchenAid-hrærivélin fæst aðeins í hvítu í Costco.
KitchenAid-hrærivélin fæst aðeins í hvítu í Costco. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert