Er þetta of langt gengið?

Skjáskot af Instagram

Við vitum að avókadó er ofurávöxtur sem er stútfullur af góðum fitum og bráðnauðsynlegum næringarefnum. Við vitum líka að hann er sérlega bragðgóður enda er hann hámóðins þessi dægrin. En avókadó latte? Er það ekki of langt gengið?

Upphaflega var avókadó latte-ið hugsað sem brandari hjá tveimur kaffibarþjónum á Truman Cafe í Melbourne í Ástralíu. Þeir tóku vel þroskað avókadó og skófu úr því kjötið og helltu því næst espressó í og loks flóaðri mjólk eftir kúnstarinnar reglum.

Myndbandi af þessum gjörningi var deilt á Instagram og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Hvort kaffið verði sett á matseðilinn skal ósagt látið en við spáum því að þetta verði skammlíft æði.

Combing two of Melbourne's obsessions - lattes and avo 😂

A post shared by Truman Cafe (@trumancafealbertpark) on May 11, 2017 at 2:02pm PDT




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert