Heslihnetusúkkulaðibúðingur í morgunmat

Það er einstaklega gott að toppa búðinginn með granóla en …
Það er einstaklega gott að toppa búðinginn með granóla en varist að kaupa granóla með viðbættum sykri. mbl.is/Tobba Marinós

Þessi búðingur er mikið fagnaðarefni þegar erfitt er að vakna. Hann er hollur þó að hann sé hitaeiningaríkur. Búðingurinn er stútfullur af hollri fitu og steinefnum og hentar vel sem sparimorgunverður. Uppistaðan í honum er sykurlaust súkkulaðismjör sem ég hef mikið dálæti á og er í nýju bókinni minni Náttúrulega sætt. Súkkulaðismjörið er í raun allt innihaldið nema avókadóið.

75 g ferskar döðlur, steinhreinsaðar
50 g heslihnetusmjör
salt á hnífsoddi
25 g hreint kakó
1 dl náttúrulega sæt mjólk (til drykkjar), t.d. hnetu- eða
kókosmjólk
2 avókadó 

Allt sett í matvinnsluvél og látið ganga uns áferðargóður búðingur fæst. Kælið og berið fram með ferskum berjum og jafnvel smá slettu af kókosrjóma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert