Mánudagsfiskur sem menn væla yfir

Þessi fiskréttur er ákaflega hollur og alveg hreint grenjandi góður.
Þessi fiskréttur er ákaflega hollur og alveg hreint grenjandi góður. mbl.is/Tobba Marinós

Ég henti eiginlega bara einhverju saman og útkoman varð þessi stórkostlegi réttur sem kominn er í mikið uppáhald á heimilinu enda hollur og bragðgóður. Mánudagsfiskurinn getur nefnilega vel verið ein besta máltíð vikunnar. Alla vega sá ég á sambýlismanni mínum að hann var ákaflega ástfanginn strax á fyrsta bita. Ég heyrði magann í honum væla af gleði.

400 g þorskhnakki 
1 box piccolo-tómatar 
1/2 krukka fetaostur 
2-3 msk. olía úr fetaostkrukkunni
1/2 eggaldin, í teningum 
1/2 tsk. sítrónusafi
1 tsk. oregano eða góð kryddblanda 
1/2 tsk. salt
1/3 tsk. pipa
Fersk kóríander

Berið örlitla olíu í botninn á mótinu og dreifið fiskbitunum yfir mótið. 
Kryddið fiskinn.
Hellið grænmetinu yfir fiskinn.
Hristið saman sítrónusafann og olíuna í krukku og hellið yfir fiskinn og dreifið helmingnum af ostinum úr krukkunni yfir.
Bakið við 180 gráður í 15 mínútur. Hækkið svo hitann í 200 gráður og setjið á grill í 3 mínútur.
Takið úr ofninum og stráið fersku kóríander yfir og berið fram með góðu salati og hrísgrjónum.

Fljótlegt og brjálæðislega gott.
Fljótlegt og brjálæðislega gott. mbl.is/Tobba Marinósdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert