„Í mörgum tilfellum erum við með lægri verð en Costco“

Myndin sýnir skjáskot af heimasíðu Elko með sólahrings millibili, fyrir …
Myndin sýnir skjáskot af heimasíðu Elko með sólahrings millibili, fyrir og eftir Costco. Skjáskot Facebook

Myndin sýnir skjáskot af heimasíðu ELKO með sólahrings millibili, fyrir og eftir Costco. 

Matarvefurinn hafði samband Braga Þór Antoníusson sem segir að þrátt fyrir lágt vöruverð í Costco séu þeir enn með lægra verð á ýmsum vörum. „Við erum búnir að kynna okkur allt vöruúrvalið í Costco á Íslandi og áttum von á því að þeir kæmu inn með nokkrar vöru á stórlega lægra verði en af þeim 15.000 vörunúmerum sem ELKO býður upp á sáum við að þetta er eina varan sem þeir eru með á verulega lægri verði en við,“ segir Bragi en þar með er ekki öll sagan sögð.

„ Í mörgum tilfellum erum við með lægri verð en Costco þrátt fyrir að vera með margfalt meiri þjónustu og úrval. Öll raftæki lækka í verði eftir því sem líður á líftíma þeirra þannig að það er ekkert óeðlilegt við það að verð hjá okkur lækki reglulega. Við höfum í raun verið að lækka verð á öllum raftækjum samfleytt í tvö ár. Þessi skápur kom síðast inn í febrúar og er á gömlu kostnaðarverði. Við bíðum eftir nýrri sendingu og erum að skoða með birgja möguleika á lægra verði. Það á þó ekki að tefja verðlækkun af okkar hálfu enda var hún framkvæmd strax. ELKO er búið að vera í verðsamkeppni á raftækjamarkaði í 19 ár og það er ekkert að breytast.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert