Hreingerningarlögur sem kostar ekki krónu

Flysjaðu sítrónuna og settu börkinn í krukku.
Flysjaðu sítrónuna og settu börkinn í krukku. Ljósmynd/TheKitchn

100% náttúrulegur, vellyktandi, umhverfisvænn og yndislegur. Þetta hljómar vissulega of gott til að vera satt en við höfum margoft sagt ykkur frá undrakröftum sítrónunnar og hér erum við með uppskrift að allsherjarhreinsiefni fyrir eldhús sem hægt er að gera í eldhúsinu heima og sparar þó nokkrar krónur með því að nýta hráefni sem til eru í flestum eldhúsum.

Hráefni

  • Sítrónubörkur (nóg til að fylla hálfa krukkuna hið minnsta)
  • Hvítt edik (nóg til að fylla krukkuna eftir að börkurinn er kominn í hana)

Verkfæri

  • Flysjari
  • Stór og góð krukka
  • Sigti
  • Stór skál
  • Úðabrúsi

Aðferð

  1. Ekki henda sítrónuberkinum: Næst þegar þú þarft að nota sítrónu í eitthvað skaltu safna berkinum og setja í krukku.
  2. Bættu við ediki: Heltu ediki yfir sítrónubörkinn þar til krukkan er full.
  3. Skrúfaðu lokið á krukkuna: Settu lokið á og geymdu á dimmum stað í tvær vikur hið minnsta. Því lengur sem þú lætur blönduna bíða því kröftugri verður hún.
  4. Síaðu blönduna: Að tveimur vikum liðnum skaltu sía börkinn frá yfir stórri skál. Hentu berkinum.
  5. Heltu blöndunni í flösku: Settu síðan sítrónuhreinsinn í úðabrúsa og notaðu eins og þú myndir gera við hefðbundinn hreingerningarlög.

Athugasemd við fyrirsögn fréttarinnar: Sítrónur eru ekki ókeypis en í fyrirsögn er átt við að þú sért ekki að eyða krónu í hreinsiefni heldur sé verið að nýta það sem oftar en ekki er til í eldhúsinu.

Fyllið krukkuna með ediki þegar börkurinn er kominn í hana.
Fyllið krukkuna með ediki þegar börkurinn er kominn í hana. Ljósmynd/TheKitchn
Lokið krukkunni þegar edikið er komið í hana og geymið …
Lokið krukkunni þegar edikið er komið í hana og geymið á dimmum stað í tvær vikur. Ljósmynd/TheKitchn
Mikilvægt er að sía börkinn frá blöndunni þegar hún hefur …
Mikilvægt er að sía börkinn frá blöndunni þegar hún hefur staðið á dimmum stað í tvær vikur. Ljósmynd/TheKitchn
Frábær hreinsivökvi og 100% umhverfisvænn.
Frábær hreinsivökvi og 100% umhverfisvænn. Ljósmynd/TheKitchn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert