Eldhúsið sem sprengdi Instagram

Eldhúsið þykir ákaflega vel lukkað og blandar saman köldum litum …
Eldhúsið þykir ákaflega vel lukkað og blandar saman köldum litum við hlýjan við og heimilislega stemmningu. mbl.is/Nicole Franzen

Þetta fallega bláa eldhús er hannað af hönnunarstofunni Studio Muir. Eldhúsið þykir ákaflega vel heppnað og litavalið nánast fullkomið. Því er ekki að undra að þetta eldhús sé það mest „lækaða“ eða hafi hlotið hvað flesta „líkar við“-smelli á samfélagsmiðlinum Instagram árið 2016. Frægð eldhússins er þó langt því frá að fara dvínandi þar sem myndir af eldhúsinu hafa nú skotið upp kollinum á samfélagsmiðlinum Pintrest þar sem þeim er nú deilt í gríð og erg.

Eldhúseyjur með marmaraborði eru það heitasta í dag og ástin á dökkbláum virðist ætla að eiga allt árið 2017. 

Viðarhillurnar ljá eldhúsinu sjarma en of mikill marmari og dökkir …
Viðarhillurnar ljá eldhúsinu sjarma en of mikill marmari og dökkir litir geta virkað fráhrindandi. mbl.is/Nicole Franzen

Kenly Lambie Shankman, hönnuður eldhússins, býr og starfar í San Francisco. Hún hrífst greinilega af bláum litum, marmara og við og blandar þessu gjarnan saman. Viðurinn kemur með hlýtt yfirbragð og vinsældir Studio Muir virðast engan endi ætla að taka. 

Þetta eldhús er einnig hannað af Studio Muir.
Þetta eldhús er einnig hannað af Studio Muir. mbl.is/Nicole Franzen
Smart vaskur og dökkblái liturinn tónar vel við. Hönnun frá …
Smart vaskur og dökkblái liturinn tónar vel við. Hönnun frá Studio Muir. mbl.is/Nicole Franzen
Viðurinn fær að taka yfir í þessu lágstemmda eldhúsi.
Viðurinn fær að taka yfir í þessu lágstemmda eldhúsi. mbl.is/Nicole Franzen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert