Saltkaramelluhnetusmjörstrufflur

ljósmynd/minimalist baker
Orðið truffla fær margan matgæðinginn til að falla í yfirlið og hér deilum við með ykkur snilldaruppskrift að trufflum sem innihalda bæði skúkkulaði, salt og hnetusmjör.
Það eru einungis fimm hráefni í trufflunum og þær eru syndsamlega góðar svo að ekki sé meira sagt. Ljúffengar alla leið. Njótið vel!
Döðlukúlurnar í allri sinni dýrð.
Döðlukúlurnar í allri sinni dýrð. ljósmynd/minimalist baker
Hráefni
  • 450 g döðlur, steinhreinsaðar
  • 1/2 tsk. sjávarsalt, og auka til að strá yfir
  • 60 ml saltað hnetusmjör
  • 1 bolli (og rúmlega það) dökkt súkkulaði, saxað
  • 1 msk. kókosolía (fljótandi)
Aðferð
  1. Ef döðlurnar eru ekki klístraðar og rakar skaltu leggja þær í bleyti í 10-15 mínútur til að mýkja þær.
  2. Settu döðlurnar í matvinnsluvél og maukaðu þær þangað til þær eru orðnar vel tættar og fínar. Oftar en ekki verða þær að kúlu sem er gott.
  3. Ef þær eru ekki að klístrast vel saman skaltu setja örlítið af volgu vatni, 1 tsk. í einu þar til áferðin er orðin góð. Mundu að setja alls ekki of mikið vatn.
  4. Bættu 1/2 tsk. af sjávarsalti og blandaðu vel. Smakkaðu og bættu salti við ef þurfa þykir.
  5. Notaðu matskeið (eða melónusköfu) til að ná þér í mauk og rúlla upp í kúlur. Raðaðu þeim á smjörpappír og frystu í 20-30 mínútur.
  6. Að þeim tíma loknum skaltu setja hnetusmjör ofan á kúlurnar með skeið eða hníf. Ef hnetusmjörið er verulega þykkt og ómeðfærilegt skaltu blanda kókosolíu saman við hnetusmjörið til að mýkja það upp.
  7. Settu aftur í frystinn í 15-20 mínútur eða þar til hnetusmjörið er orðið hart.
  8. Hitaðu súkkulaðið yfir vatnsbaði og settu 1/2 tsk. af kókosolíu saman við.
  9. Taktu trufflurnar úr frysti. Stingdu gaffli í hverja kúlu (eina í einu samt) og húðaðu vel og vandlega með súkkulaðinu. Leggðu súkkulaðihjúpaða kúluna varlega á smjörpappír og settu aftur í frysti.
  10. Sáldraðu sjávarsaltinu yfir og hjúpaðu aftur með súkkulaði.
  11. Nú skaltu setja trufflurnar í frysti í 30 mínútur eða svo og geyma svo í kæli þar til þú berð þær fram. Ef þú vilt hins vegar hafa þær lungamjúkar skaltu bera þær fram við stofuhita.
  12. Trufflurnar geymast vel í kæli eða frysti.
Hnetusmjörið rétt komið á.
Hnetusmjörið rétt komið á. ljósmynd/minimalist baker
Súkkulaðihjúpaðar og tilbúnar til átu.
Súkkulaðihjúpaðar og tilbúnar til átu. ljósmynd/minimalist baker
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert