Matarferð til Balí og besta uppskriftin

Balísk matargerð er einstaklega holl, bragðgóð og skemmtileg. Matreiðslunámskeiðin þar …
Balísk matargerð er einstaklega holl, bragðgóð og skemmtileg. Matreiðslunámskeiðin þar eru einstaklega fjörug og umhverfið guðdómlegt.

Matarvefurinn hefur vaxið gífurlega frá því hann fór í loftið í nóvember og er nú með yfir 100.000 notendur á viku. Við erum stanslaust að reyna að bæta við fjölbreytileikann og nú er kominn tími á matarferð. Matarvefurinn fer í sérlega unaðsferð til Balí í október en fararstjóri verður ritstjóri vefjarins, Tobba Marinósdóttir. Félögum í Moggaklúbbnum gefst tækifæri á að kaupa ferðina á sérstökum afsætti. Sjá hér.

Matarmenning Balíbúa verður skoðuð sérstaklega, farið á matreiðslunámskeið að ógleymdum dásamlegum balískum nuddum sem kosta innan við 2.000 krónur. Til að hita upp fyrir ferðina er hér komin dásamleg uppskrift að balísku kjúklingakarrý sem er í miklu uppáhaldi hjá fararstjóranum.

Þetta kjúklingakarrý slær alltaf í gegn.
Þetta kjúklingakarrý slær alltaf í gegn. mbl.is/TM

 Guðdómlegt balískt karrý - fyrir 4

16 msk. ferskt engifer
hvítlaukur, 8 geirar
6 skalotlaukar
2 msk. ferskt túrmerik
8 makademíuhnetur (notað til þykkingar)
2 tsk. límónuhýði
2 rauð chili-aldin, fræhreinsuð
6 msk. kókosolía
2 stk. ferskt sítrónugras  
1/2 tsk. kanill
4 tsk. malað kóríanderkrydd
2 msk. kumminkrydd, malað
600 g kjúklingur, bringur eða læri
500 g blómkál
sjávarsalt
kjúklingakrydd
Ferskt kóríander til að toppa réttinn áður en hann er borinn fram

 

Meðlæti:
600 g soðin hrísgrjón
4 msk. kókosolía
4 msk. kókosmjöl

Setjið engifer, hvítlauk, skalotlauk og túrmerik í matvinnsluvél og malið uns verður að þykku mauki. Þetta kalla Balíbúar curry paste og nota mjög mikið til að marínera eða gera sósur í karrýrétti.

Hitið kókosolíuna á háum hita og setjið maukið út í, ásamt öllu kryddinu, látið malla í 5 mín. Bætið kókosmjólk, vatni, límónuberki, sítrónugrasi (skera í 3 hluta og setja heilt út í) og salti eftir smekk. Látið suðuna koma upp og látið svo malla í 40 mín. Hrærið stöðugt svo sósan skilji sig ekki. Skerið kjúklinginn í litla bita og léttsteikið upp úr mildu kjúklingakryddi. Setjið því næst kjúklinginn út í sósuna og hrærið varlega. Bætið smátt söxuðu blómkáli við. Látið malla í 20 mín. við vægan hita. Sjóðið á meðan hrísgrjón og setjið 2 msk. af kókosolíu og 2 msk. af kókosmjöli út í.

Berið svo fram með ferskum kóríander.

Drykkirnir á Balí eru ákaflega ferskir enda vex mangó villt …
Drykkirnir á Balí eru ákaflega ferskir enda vex mangó villt og galið út um alla eyju ásamt mörgum öðrum ávöxtum. mbl.is/TM
Ferskt hráefni í heimagert karrýmauk.
Ferskt hráefni í heimagert karrýmauk. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert