Ráðherra ræsir „Hammara“

Á myndinni frá vinstri: Páll Rafnar, aðstoðarmaður ráðherra, Þorgerður Katrín …
Á myndinni frá vinstri: Páll Rafnar, aðstoðarmaður ráðherra, Þorgerður Katrín og Steinþór Skúlason hjá SS í trylltu hamborgarastuði.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, heimsótti kjötvinnslu SS á Hvolsvelli í vikunni og kynnti sér viðamikla starfsemi SS. Hún skoðaði sérstaklega nýja hamborgara og hafði gaman af.

Við þetta tækifæri vígði Þorgerður nýja vélasamstæðu SS, sem er bylting í framleiðslu á hamborgurum. Í eldri búnaði voru hamborgarar mótaðir við mikinn þrýsting en nýja aðferðin lausmótar hamborgara þar sem allir vöðvaþræðir liggja lóðrétt í hverjum hamborgara. Lausmótaðir hamborgarar eru fljótari í steikingu og steikjast jafnar sem skilar neytendum safaríkari og betri vöru, segir í tilkynningu frá SS. Afraksturinn af þessari vinnslu hefur hlotið nafnið „Hammari“ og notar eingöngu íslenskt kjöt við framleiðsluna.

Meðfylgjandi er mynd af því er ráðherra ræsti vélasamstæðuna. Á myndinni frá vinstri: Páll Rafnar, aðstoðarmaður ráðherra, Þorgerður Katrín og Steinþór Skúlason SS.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert