Uppáhaldspasta Chrissy Teigen

Chrissy Teigen elskar að elda og borða góðan mat.
Chrissy Teigen elskar að elda og borða góðan mat. mbl

Það er nánast gefið að allt sem Chrissy Teigen eldar er afskaplega bragðgott. Hún gaf líka út matreiðslubók og þykir mikil eldhúsgyðja. Þessi uppskrift kemur úr bók hennar, Cravings, eða langanir eins og það gæti útlagst á íslensku.

Bókin er hennar fyrsta bók og hefur hlotið frábærar viðtökur vestanhafs. Þetta er uppskrift að pasta með pancetta eða beikoni, sítrónusafa og heilum haug af parmesan-osti, sem Teigen segir að sé uppáhaldspastað sitt.

Uppskriftin er fremur einföld og við mælum með því að þið prófið hana.

Sjá frétt mbl.is:Matreiðslubók ofurfyrirsætu selst í massavís.

Uppáhaldspasta Chrissy Teigen

  • Sjávarsalt
  • 350 g spagetti
  • 120 g pancetta eða beikon, smátt skorið
  • 60 ml extra-virgin ólífuolía
  • 4 hvítlauksgeirar, saxaðir
  • 1 tsk. rauðar piparflögur, má vera meira
  • 2 tsk. nýmalaður svartur pipar, má vera meira
  • 60 ml ferskur sítrónusafi
  • 150 g Parmigiano-Reggiano-ostur
  • 3 bollar klettasalat (um 60 g)

Aðferð

  1. Sjóðið spaghetti í stórum potti þar til það er al dente. Geymið 2 dl af soðinu (gætuð þurft að nota það síðar). Hellið vatninu af pastanu.
  2. Á meðan pastað sýður skal elda pancetta eða beikon á miðlungsháum hita þar til það er orðið stökkt og fínt. Bætið þá við ólífuolíunni og setjið hvítlauk, piparflögur og svartan pipar einnig á pönnuna og steikið í mínútu eða svo.
  3. Bætið því næst við sítrónusafa og setjið pastað á pönnuna og hristið vel saman. Setjið parmesan ostinn saman við og svo pastasoðið en bara nokkrar matskeiðar i einu. Tilgangurinn er að hjálpa ostinum að hjúpa pastað vel. Bætið klettasalatinu saman við og kryddið að lokum með salti, pipar og piparflögum. Berið strax fram og rífið vel af parmesan-osti yfir.
Chrissy Teigen ásamt eiginmanni sínum, tónlistarmanninum John Ledgend. Myndin er …
Chrissy Teigen ásamt eiginmanni sínum, tónlistarmanninum John Ledgend. Myndin er tekin úr matreiðslubók Teigen, Cravings. Ljósmynd/Cravings
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert