Nýjasta eldhústrendið er frumskógarþema

Hér sé sumar og gleði að eilífu enda litagleðin við …
Hér sé sumar og gleði að eilífu enda litagleðin við völd og smart bambusstólar. mbl.is/Skjáskot pintrest

Eftir endalausa ást á pastellitum, dökkbláum og marmara er hressandi að sjá nýja strauma og stefnur flæða inn í eldhús víða um heim. Ananasæðið og mikil ást á gylltu er enn við lýði en nú kemur græni liturinn sterkur inn ásamt skærbleikum flamingófuglum, framandi ávöxtum og pálmablöðum. Sumarið er komið inn í eldhús!

Fagrar flísar Vinsælt er að fríska upp á eldhúsið með grænum flísum með háglans til að gefa því frumskógaryfirbragð. Svo er ekki verra að lítið sést á grænu og auðvelt er að þurrka af flísum með háan glans.

Fagurt Grænar flísar með háglans eru móðins og auðveldar í …
Fagurt Grænar flísar með háglans eru móðins og auðveldar í þrifum.

Ananasinn er enn sívinsæll og gengir hinum ýmsu hlutverkum. Allt frá því að vera kokteilhristari, glas eða bara krúttleg stytta eða lampi. Lampinn er úr plasti og hitnar ekki og virkar því einnig í barnaherbergi.

Ananaslampi. Kastali.is 13.990 kr.

Kokteilhristari. Epal, 5.500 krónur. Stór ananskrukka. Kastali.is, 9.900 kr.

Anaskrukka. Kastali.is, 9900 krónur.

Bleiki ananaslampinn er hressandi.
Bleiki ananaslampinn er hressandi.
Kúl krukka Láttu ekki myndirnarblekkja þig. Krukkurnar eru hvorkimeira né …
Kúl krukka Láttu ekki myndirnarblekkja þig. Krukkurnar eru hvorkimeira né minna en 40 cm á hæð og3,2 kíló!
Laglegur lampi! Ananas lampinn frá Kastali.isrokselst og fæst í mörgum …
Laglegur lampi! Ananas lampinn frá Kastali.isrokselst og fæst í mörgum litum.
Hress kokteilhristari frá Epal.
Hress kokteilhristari frá Epal.

Vígalegur api er ómissandi í frumskógarþemanu. Þessi hressi lampi fæst í nokkrum útfærslum hjá Hrím eldhúsi og er óneitanlega skemmtilegur.
Hrím eldhús, 31.900 krónur.

Apalæti Apalamparnir fást í hvítu og svörtu hjá Hrím.Allt er …
Apalæti Apalamparnir fást í hvítu og svörtu hjá Hrím.Allt er vænt Þetta veggfóður er ákafalega ferskt og hressir jafnvel fúlustu tengdamömmur við.Laglegur lampi Ananas lampinnrokselst og fæst í mörgum litum.SJÁ SÍÐU56

Boðlegur borðbúnaður! Þessir fallegu diskar, flamingó-salt- og piparstaukar og kaktuskrukkur eru meðal þess sem Hrím eldhús selur í frumskógarstíl.
Flamingó-salt og pipar. 3.990 krónur.

Kaktuskrukkur, flamingó salt- og piparstaukar og frumskógardiskar frá Hrím Eldhús.
Kaktuskrukkur, flamingó salt- og piparstaukar og frumskógardiskar frá Hrím Eldhús. mbl.is/TM

Grænir pottar eru ómissandi í frumskógareldhúsið. Steypujárnspottar eru ákaflega vinsælir um þessar mundir enda má nota þá í ofn líka og fækkar þá eldföstu mótunum í skápnum. Frönsku pottarnir frá Le Creuset þykja ákaflega góðir og fást í öllum regnbogans litum.
Líf og list frá 32.990 krónum.

Steypujárnsgleði Grænir pottar eru lekkerir í frumskógareldhúsið.
Steypujárnsgleði Grænir pottar eru lekkerir í frumskógareldhúsið.


Frumskógarveggfóður
er ákaflega vinsælt um þessar mundir og þeir hugrakkari láta það vaða upp um eldhúsveggi. Ekkert frost eða myrkur mun merja exótískan blæinn úr eldhúsinu á ný. Hér sé sumar og gleði að eilífu! Esja Dekor selur meðal annars slík veggfóður.

Þetta veggfóður er ákafalega ferskt og hressir jafnvel fúlustu tengdamömmur …
Þetta veggfóður er ákafalega ferskt og hressir jafnvel fúlustu tengdamömmur við.

Heimabar er hrikalega lekker hugmynd. Ef hann kemst ekki fyrir inni í eldhúsi má vel rúlla honum fram í stofu. Barinn sjálfur getur verið gömul hilla eða eining á hjólum líkt og fæst í Ikea. Það er óskaplega lekkert að hafa frumskógarþema á barnum og bjóða upp á ískalda kókoskokteila. 

Heilagur guðmundur hvað þetta er smart! Heimabarir eru vinsælir og …
Heilagur guðmundur hvað þetta er smart! Heimabarir eru vinsælir og ekki er verra að þeir séu úr gulli. mbl.is/kerrently.com

Sæblá eða frumskógargræn hrærivél. Hvort sem valið er þá er góð hrærivél mikilvæg í öll eldhús og vissulega mikið eldhússtáss. Athugið að það þarf ekki að gifta sig til að eignast hrærivél! Það er ágætis ráð að setja nokkra þúsundkalla í krukku í hverjum mánuði og bíða eftir góðu tilboði á draumavélinni og láta vaða!
Kitchenaid. Einar Farestveit 89.990 krónur.
Smeg. Elko 69.990 krónur.

Þessi elska kostar 69.990 og fæst í Eirvík.
Þessi elska kostar 69.990 og fæst í Eirvík.
Sæblá eða frumskógargrænhrærivél? Hvort sem valið er þá er góð …
Sæblá eða frumskógargrænhrærivél? Hvort sem valið er þá er góð hrærivél mikilvæg í öll eldhús og vissulega mikið eldhússtáss.




Þessi er algjört krútt!
Þessi er algjört krútt!
Borðbúnaður í frumskógargrænum litum blandað saman viðgyllt og bleikt er …
Borðbúnaður í frumskógargrænum litum blandað saman viðgyllt og bleikt er ákaflega vinsælt fyrir sumarið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert