Syndsamlega góðar svínakótilettur

Ljósmynd/TheKitchn

Kótilettur minna flesta á betri tíma með blóm í haga. Tíma þegar ömmur voru í eldhúsum og endrum og eins var boðið upp á alvörukótilettur, helst með raspi gerðu úr matarkexi.

Þessi uppskrift er dálítið öðruvísi en ótrúlega góð. Hér er notast við svínakótilettur en auðvitað má nota lambakótilettur ef þið viljið það fremur.

Syndsamlega góðar svínakótilettur
  • 2 1/2 dl panko-brauðmylsna
  • 2 msk. parmesanostur, fínt rifinn
  • 1/2 tsk. hvítlaukskrydd
  • 1/2 tsk. paprikukrydd
  • 4 msk. ólífuolía
  • 2 stór egg
  • 450 g brokkólí, skorið í 2-3 sm bita
  • 1 1/2 tsk. sjávarsalt
  • 4 svínakótilettur, hver á að vega um 250 gr.
  • 1/4 tsk. svartur pipar, nýmalaður

Aðferð:

  1. Hitið ofninn upp í 200 gráður og setjið plötu eða ofnskúffu í miðjan ofninn. Setjið vírnet sem passar ofan á ofnskúffuna og úðið með þar til gerðum smjörúða eða olíu. Leggið til hliðar.
  2. Blandið saman í skál panko, parmesan, hvítlauksdufti og paprikukryddi. Setjið 3 msk. af olíu saman við og hrærið vel. Leggið til hliðar. Setjið eggin í aðra skál og pískið þau vel saman. Leggið til hliðar.
  3. Setjið brokkólíið, afganginn af olíunni og 1/2 tsk. af salti í stóra skál og blandið vel saman. Takið plötuna varlega út úr ofninum og setjið brokkólíið varlega á jaðrana.
  4. Kryddið kótiletturnar beggja megin með salti og pipar. Dýfið hverri kótilettu fyrst varlega í eggin og hjúpið þau alveg. Síðan skal velta þeim vandlega upp úr panko-blöndunni. Setjið sneiðarnar því næst á ofngrindina.
  5. Bakið í 10 mínútur. Snúið kótilettunum og brokkólíinu og bakið uns panko-hjúpurinn er orðinn gullinbrúnn eða í um 10-12 mínútur.
Ljósmynd/TheKitchn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert