Geta misst vinnuna ef þeir borða smakkið

Matarframleiðsla Costco er gífurleg en skyldu bakararnir mega smakka afraksturinn?
Matarframleiðsla Costco er gífurleg en skyldu bakararnir mega smakka afraksturinn?

Það er ekki tekið út með sældinni að vera starfsmaður í smakkdeildinni, að minnsta kosti ekki alls staðar. Við væntum þess að það fari eftir versluninni en við rákumst á áhugaverða frétt á miðlinum popsugar.com um þær reglur sem gilda hjá starfsmönnum í „smakkdeild" Costco. Við tökum það skýrt fram að við höfum engar heimildir fyrir því að þessar sömu reglur séu í gildi hér á landi.

Í fréttinni kemur meðal annars fram að starfsmenn Costco geti ekki bannað fólki að fá sér marga bita og að þeir vilji gjarnan koma þeim skilaboðum á framfæri að fólk megi vera kurteisara.

Þetta eru helstu punktarnir sem fram komu:

Mátt borða eins og þú vilt. Margir halda að þeir megi bara fá sér einn bita en það er alls ekki rétt. Starfsmanni er óheimilt að banna viðskiptavini að fá sér eins marga bita og hann vill. Einn starfsmaður sagði frá því þegar unglingspiltur kom til hans og tæmdi bakkann af Ferrero-Rocher-konfektkúlum. Hann hafi troðið hátt í 50 kúlum í vasann og starfsmaðurinn hafi ekkert getað sagt við því.

Hlustið á okkur. Það þykir lágmarkskurteisi ef þú ert að moka í þig sýnishornum að hlusta alla vega á söluræðu starfsmanna. Ræðurnar eru vel æfðar og að sjálfsögðu má gera kröfu um að hlustað sé á hana.

Þakkið fyrir ykkur. Kurteisi er annað sem starfsmenn tala um að viðskiptavinir megi bæta sig í. Þeir segjast þó ekki biðja um mikið en gott væri ef að fólk segði alla vega takk.

Mega ekki smakka sjálfir. Samkvæmt greininni mega starfsmenn Costco ekki smakka sjálfir og geta misst vinnu séu þeir staðnir að verki við slíka iðju.

Hvort þessar reglur muni gilda hér á landi skal ósagt látið en greinina í heild má lesa hér.

Við opnun Costco voru 25 smakkstöðvar opnar.
Við opnun Costco voru 25 smakkstöðvar opnar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert