Þarftu að losna við vonda lykt?

Ljósmynd/TheKitcn

Það er ekki tekið út með sældinni að vera með vonda lykt á heimilinu og mörgum þykir jafnvel enn síðri kostur að úða lyktarefnum um allt eins og þau bjargi heiminum. En eins og dyggir lesendur matarvefjarins vita erum við sérlega hrifin af sítrónu, matarsóda og ediki – í flestum útgáfum.

Í þessari töfralausn er að finna tvennt af ofangreindu; sítrónu og matarsóda. Hér er um langtímalyktarbæti að ræða en það eins sem þú þarft að gera er að skera sítrónu í tvennt, skafa innan úr henni kjötið og nota í límonaði. Síðan setur þú eina matskeið af matarsóda inn í börkinn og kemur fyrir þar sem lyktin er hvað verst.

Þetta dugar í nokkrar vikur en mundu eftir að fjarlægja sítrónuna þegar hún er orðin þurr og hætt að gefa frá sér góða lykt.

Ef þig vantar skyndilausn er best að skera sítrónu í ferninga og sjóða í potti. Lyktin mun dreifast um húsið og yfirbuga alla fýlu. Einnig er hægt að bæta jurtum í pottinn og bæta enn á góðu lyktina sem kemur en það er algjörlega valfrjálst.

Ljósmynd/TheKitcn
Ljósmynd/TheKitcn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert