Mánudagsfiskur sem bætir lífið

Ljósmynd/Bon Appetit

Þótt veðurguðirnir leiki ekki við landann er engin ástæða til að leggjast í mánudagseymd. Þvert á móti er þetta upplagt veður til að gera vel við sig í eldhúsinu og elda þennan dýrindisfiskrétt. Hægt er að nota silung eða lax (og auðvitað allan annan fisk) og bragðið er sérdeilis skemmtilegt og leikur við bragðlaukana. Við mælum sannarlega með þessum mánudagsfiski en eitthvað segir okkur að hann verði mættur á veisluborðið fljótlega enda er þetta bara hversdagsfiskur í háþróuðu dulargervi.

Fennellinn gefur síðan sitt einstaka bragð og útkoman er alveg hreint frábær.

Verði ykkur að góðu!

Mánudagsfiskur sem bætir lífið

  • 120 ml hrísgrjónaedik
  • 1 msk. sykur
  • 1 tsk. kúmenfræ
  • 2 tsk. sjávarsalt, plús auka
  • 6 hvítlauksgeirar, þunnt skornir
  • 1 lítill fennell, skorinn í þunnar sneiðar með mandólíni
  • 600 g silungs- eða laxaflök
  • 4 msk. ólífuolía
  • Nýmalaður svartur pipar
  • 1 msk. sítrónusafi, nýkreistur
  • 1 msk. sítrónubörkur, saxaður
  • ½ bolli dill

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 150 gráður. Setjið edik, sykur, kúmenfræ, 2 tsk. salt og 180 ml af vatni í lítinn pott og látið malla þar til sykurinn er uppleystur. Takið af eldavélinni og bætið hvítlauknum saman við. Látið sitja þar til hvítlaukurinn hefur mýkst eða í 10-15 mínútur.
  2. Setjið helminginn af fennelnum og blandið vel saman í pottinum. Látið sitja uns fennellinn hefur mýkst eða í 8-10 mínútur.
  3. Setjið silunginn í eldfast mót og penslið með 1 msk. af olíu. Kryddið með salti og pipar. Bakið uns fiskurinn losnar auðveldlega í sundur og hægt er að stinga inn hníf án fyrirstöðu eða í 15-18 mínútur.
  4. Hellið vökvanum af fennelblöndunni í pottinum. Setjið í litla skál ásamt sítrónusafanum, sítrónuberkinum, afganginum af olíunni og afganginum af fennelnum. Kryddið með salti og pipar. Blandið dillinu að lokum saman við.
  5. Berið fram með silungnum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert