Besta leiðin til að þrífa steypujárn

Steypujárnspottar á borð við Le Creuset eru ómissandi í hvert …
Steypujárnspottar á borð við Le Creuset eru ómissandi í hvert eldhús. mbl.is/Tobba

Eftir að hafa brennt vel við í botninum á steypujárnspottinum mínum og skrúbbað og skrúbbað og googlað og googlað hef ég loks fundið leið til að þrífa pottinn góða. Þetta virkar sum sé! ÉG LOFA!

1. Sjóðið vatn í pottinum.
2. Hellið vatninu og nuddið blettinn með matarsóda en varlega svo þið eyðileggið ekki húðina á pottinum
3. Skolið pottinn vel með heitu vatni og þurrkið.
4. Berið ólífuolíu með matarolíu innan í pottinn til að vernda húðina.

Steypujárnspottar fást í hinum ýmsu útfærslum eins og sjá má …
Steypujárnspottar fást í hinum ýmsu útfærslum eins og sjá má hér. Krúttípútt! mbl.is/Tobba
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert