Þetta eru vinsælustu rauðvínin á Íslandi

Ítalskt rauðvín er mjög vinsælt hérlendis.
Ítalskt rauðvín er mjög vinsælt hérlendis. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Matarvefurinn hafði samband við Vínbúðina og fékk upplýsingar um 15 mest seldu rauðvínin það sem af er ári. Við rýnum aðeins í listann en ljóst er að ítalska vínið er vinsælt en þrjú efstu vínin á listanum eru frá Ítalíu. Í fjórða sæti er Don Simon sem er spænskt og í fernu og er því dálítið eins og álfur út úr hól en í næsta sæti þar á eftir, númer 5, er einnig að finna ítalskt vín frá Piccini sem á þá 3 sæti á topp 5 listanum. 

1. sæti 
Tommasi Appassionato Graticcio
Meðalfyllt, berjaríkt og ósætt
Verð: 2.199
Kirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, mild sýra, miðlungstannín. Kirsuber, rauð ber, laufkrydd, vanilla.

Þetta er mest selda rauðvínið í Vínbúðum landsins.
Þetta er mest selda rauðvínið í Vínbúðum landsins. mbl.is/

2. sæti
Piccini Memoro rautt
Meðalfyllt, berjaríkt og ósætt
Verð: 1.799
Dökkkirsuberjarautt, meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Dökk ber, kirsuber, eik, vanilla.

Piccini er vinsælt bæði í flöskum og sem kassavín.
Piccini er vinsælt bæði í flöskum og sem kassavín. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert