Eldhúsinu reddað – fyrir og eftir

Eldhúsið eftir breytingar. Filman gerði kraftaverk sem og ný málning. …
Eldhúsið eftir breytingar. Filman gerði kraftaverk sem og ný málning. Erla segir mun auðveldara að þrífa hurðirnar eftir að þær voru filmaðar. mbl.is/Erla Kolbrún

Bloggarinn Erla Kolbrún Óskarsdóttir tók eldhúsið hjá sér í gegn á dögunum með því að filma yfir gamla innréttingu. Það vill svo heppilega til að sambýlismaður hennar er handslaginn svo kostnaðurinn lá aðeins í hráefninu. „Maðurinn minn filmaði alla skápa með háglans hvítri límfilmu. Við máluðum svo veggina hvíta og dökkdráa,“ segir Erla en kostnaðurinn var aðeins rétt rúmlega 20.000 þúsund krónur þar sem sambýlismaður Erlu límdi sjálfur filmuna á innréttinguna. „Breytingin var svakaleg! Það birti yfir öllu eldhúsinu og ótrúlegt en satt þá er þægilegra að þrífa skáphurðirnar eftir að þær voru filmaðar með háglansáferð.“ 

Ljósið er úr IKEA en borðið er handsmíðað og er …
Ljósið er úr IKEA en borðið er handsmíðað og er frá Happy Furniture. Hillurnar eru úr Søstrene Grene og gardínurnar voru sérsmíðaðar og kostu lítið á Aliexpress.com. mbl.is/Erla Kolbrún

Var þetta meira mál en þú bjóst við? „Nei alls ekki, maðurinn minn er einn sá besti á landinu í að líma og hann var enga stund að þessu. Hann tekur að sér að líma innréttingar og húsgögn fyrir aðra og hægt er að finna hann á Facebook undir nafninu Litríkar filmur.“

Aðspurð hvað sé á óskalistanum í nýja eldhúsið segir hún ný eldhústæki tróna á toppnum. „Við erum nýlega búin að kaupa þessa íbúð og það sem er á óskalistanum eru nýr bakaraofn, helluborð og háfur.“

Eldhúsið fyrir breytingar.
Eldhúsið fyrir breytingar. mbl.is/Erla Kolbrún
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert