Teddi snýr á spanhelluna

Bialetti-könnurnar virka ekki á spanhellum.
Bialetti-könnurnar virka ekki á spanhellum. mbl.is/Skjáskot

Margir kannast við það að með nýrri eldhústækni á borð við spanhellur verði uppáhaldspottagarmarnir eða jafnvel kaffikannan úrelt. Spanhellur eru ákaflega vinsælar hérlendis en þær eru einstaklega fljótar að hitna og kólna en spanhellur útheimta potta sem eru ekki úr áli og hafa þykkan járnbotn. Hægt er að prófa hvort pottar henti fyrir spanhellur með því að bera segulstál að þeim. Ef segulstálið festist við pottinn eru hægt að nota þá á spanhellum. 

Theódór Ingi Ólafsson lét þó spanhelluna ekki stoppa sig í að nota áfram uppáhaldskaffikönnuna. Kannan er af gerðinni Bialetti og hefur verið ákaflega vinsæl meðal kaffiunnenda hérlendis. Teddi eins og hann er kallaður brá á það ráð að setja könnuna sem venjulega fer beint á eldavélina ofan í potta sem þóknast spanhellurborðinu og koma þannig hita undir hana og halda áfram að drekka kaffi úr könnunni góðu. „Systir mín sagði mér frá þessu þegar ég var nýbúinn að fá þessa könnu gefins og var að velta því fyrir mér hvort það væri hægt að kaupa einhvers konar millistykki til að hafa á hellunni,“ segir Teddi ráðagóður með heitt á könnunni.

Pottar og pönnur sem eru sérstaklega gerðir fyrir spanhellur liggja …
Pottar og pönnur sem eru sérstaklega gerðir fyrir spanhellur liggja rétt á hellunni og nýta orkuna best. mbl.is/Gorenje
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert