„Ekki eins og að fá sér tattoo“

Elva Rósa við fallegan vegg með klassísku veggfóðri frá Cole …
Elva Rósa við fallegan vegg með klassísku veggfóðri frá Cole and Son. mbl.is/Hallur

Elva Rósa Skúladóttir, annar eigandi lífstílsversluninnar Esju Dekor, er fagurkeri fram í fingurgóma. Hún er ein þeirra sem er með veggfóður í eldhúsinu en mikið veggfóðursæði gengur nú yfir eldhús landsins.

„Veggfóður hefur einhvern sérstakan sjarma, það kemur með svo mikinn karakter inn á heimilið, brýtur upp og lífgar upp á rými. Það er mikið um að fólk sé að mála í dökkum litum og veggfóðra núna sem er mjög hlýlegt og kemur í staðinn fyrir alla hvítu veggina og minimalismann sem er á undanhaldi,“ segir Elva Rósa sem er óhrædd við að láta veggfóðrið njóta sín á stökum veggjum svo sem á gangi og í eldhúsi.

Margir hugsa með hryllings til þess að setja upp og taka niður veggfóður. Er þetta erfitt ?
„Já það eru margir hræddir við það, en það er einfaldara en fólk heldur. Það er alveg hægt að gera þetta sjálfur, það er smá föndur en vel hægt. Svo eru þó nokkuð margir mjög góðir veggfóðrarar og dúkarar starfandi sem geta skutlað þessu upp, ef fólk leggur ekki í það sjálft. Það er líka orðið mun einfaldara að taka niður veggfóður en það var hér áður fyrr. Gæðin á veggfóðrinu eru orðin þannig að þau koma auðveldlega niður og svo er hægt að spreyja á þau límleysandi efni sem auðveldar niðurrifið – þetta er ekki eins og að fá sér tattoo!“

Hvernig veggfóður er vinsælast?
„Veggfóður með náttúrulegum munstrum (organic) eru vinsælust hjá okkur þessa stundina, trjá-, blóma-, fugla- og pálmamunstur. Þessi munstur eru öll hönnuð um miðja síðustu öld, í kringum 1959, sem eru vinsælust í dag,“ en hún heldur mikið upp á breska veggfóðursframleiðandann Cole and Son en þau fást í Esju Dekor.
Er hægt að vera með veggfóður í eldhúsi vegna hita og raka ? 
„Já það má setja veggfóður bæði í eldús og inn á bað, það þarf að húða það með efni sem heitir Polyvine og þá þolir það rakann.“

Hvernig veggfóður er helst verið að taka í eldhús ?
„Það eru þessi náttúrulegu sem eru vinsælust, Woods-veggfóðrið sérstaklega, en annars er mjög misjafnt hvað fólk velur og mikil fjölbreytni í því.“
Woods-veggfóðrið er klassískt.
Woods-veggfóðrið er klassískt. mbl.is/Hallur
Rauði Smeg-ísskápurinn kemur með skemmtilegan töffaraskap í eldhúsið.
Rauði Smeg-ísskápurinn kemur með skemmtilegan töffaraskap í eldhúsið. mbl.is/Hallur


Er þetta dýrt ?

„Það fer svolítið eftir því hvað veggurinn og rýmið er stórt sem á að veggfóðra, það er alls ekki dýrt að veggfóðra einn vegg t.d. Þetta er alltaf dýrara en að mála, enda líka aðeins meiri sjarmi yfir veggfóðrinu.“


Hvað þarf að hafa í huga við kaup á veggfóðri?
„Mjög mikilvægt að mæla vegginn vel áður en það er pantað, og athuga hvort að veggurinn sé þannig að auðvelt sé að setja á hann veggfóður, veggurinn þarf að vera sléttur og fínn. Skoða vel hvaða húsgögn og innréttingar eru í kring og velja vel liti og munstur sem passa vel við það. Svo er það bara að þora og láta vaða!“

Hvað er langt síðan að þú settir þitt upp í eldhúsinu?
„Ég setti mitt upp fyrir ári síðan, ég setti munstur sem heitir Woods, sem er eitt þekktasta veggfóður í heimi, og sést mjög víða í tímaritum, á sýningum og þekktum veitingastöðum. Það er hægt að fá það í mörgum útgáfum og litaútfærslum.“

Hvernig „eldist“ það ?
„Ég elska það bara meira með hverri mínútu. Það er svo klassískt og ég er viss um að ég verði seint leið á því, en ef það gerist einn daginn þá er lítið mál að skipta því út.“

Hér má sjá pálmamunstrið í dökkgrænu og sæbláu.
Hér má sjá pálmamunstrið í dökkgrænu og sæbláu. mbl.is/Pintrest
Elva segir frumskógarþema og pálma vera mjög vinsælan um þessar …
Elva segir frumskógarþema og pálma vera mjög vinsælan um þessar mundir. mbl.is/Hallur
„Cole and Son var stofnað í Bretlandi árið 1875 og …
„Cole and Son var stofnað í Bretlandi árið 1875 og er brautryðjandi í veggfóðurshönnun og framleiðslu. Þau veggfóðra fyrir konungsfjölskylduna og þinghúsið í London t.d. Þau vinna mjög mikið með gömul munstur sem þau hafa varðveitt vel, teikna þau upp á nýtt og halda í gamla sjarmann sem er svo skemmtilegur.“ mbl.is/pintrest
mbl.is/pintrest
Woods er mjög stílhreint og smart munstur.
Woods er mjög stílhreint og smart munstur. mbl.is/pintrest
mbl.is/pintrest
mbl.is/pintrest
Flamingóveggfóður fyrir þá sem þora að flippa aðeins.
Flamingóveggfóður fyrir þá sem þora að flippa aðeins. mbl.is/pintrest
mbl.is/pintrest
Palm-munstrið hefur selst vel hérlendis en Elva selur það í …
Palm-munstrið hefur selst vel hérlendis en Elva selur það í Esja Dekor. mbl.is/pintrest
mbl.is/pintrest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert