Því yngra því betra

Leikkonan Drew Barrymore elskar rósavín og framleiðir léttvín undir eigin …
Leikkonan Drew Barrymore elskar rósavín og framleiðir léttvín undir eigin nafni. Það fæst þó ekki hérlendis. mbl.is/Drew Barrymore

Aukin sala í rósavíni hérlendis sýnir að landsmenn eru komnir í sumarskap. Matarvefurinn hafði samband við Vínbúðina og fékk upplýsingar um hvernig væri best að drekka vínið fagra og hvað er vinsælast. Það vekur athygli að rósavínin á listanum eru mun ódýrari en á rauðvínslistanum sem við birtum fyrir skemmstu auk þess sem Mateus og Blush virðast eiga sterka endurkomu en margir muna eftir gömlum frænkum dreypa á þessum tegundum í kringum 1990.

Vissir þú þetta?

Rósavín er best borið fram kælt. Best er að geyma það í nokkrar klukkustundir í kæli áður en það er borið fram, en ef ekki gefst tími til þess er hægt að setja það í frystinn í um hálftíma til að  ná réttu hitastigi. 

Ólíkt rauðvíni er best að njóta rósavíns meðan það er ungt. Bragðið breytist ekki mikið með tímanum, en þumalputtareglan er „því yngra, því betra“!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert