Býr í hjólhýsi og eldar ofan í Mývatnsveit

Dagbjört er svo hávaxin að hún getur ekki staðið upprétt …
Dagbjört er svo hávaxin að hún getur ekki staðið upprétt við eldamennskuna nema á einum stað í hjólhýsinu en hún lætur það ekki aftra sér. mbl.is/Arndís María Finnsdóttir

Dagbjört Þórðardóttir er kjarnakona sem rekur vefjuvagninn Balú og býr í hjólhýsi í Mývatnssveit. Matarvefurinn fékk að gæjastinn í sæta eldhúsið hennar í hjólhýsinu og heyra allt um vefjuvagninn gómsæta.

„Við erum þrjú sem eigum Premia ehf, sem á Balú Wraps & Sweets og kynntumst öll þegar við vorum í námi í ferðamálafræðum við Háskólann á Hólum. Við höfum mikinn áhuga á því að bæta þjónustu við ferðamenn á jaðarsvæðum á Íslandi (ekki á suðurlandi sem sagt) og þá sérstaklega þar sem heimamenn geta notið góðs af,“ segir Dagbjört en síðasta sumar byrjuðu þau að velta fyrir sér hvar og hvaða þau ættu að taka sér fyrir hendur. 

„Síðastliðið sumar veltum við því mikið fyrir okkur hvað við gætum gert og hvar á landinu. Bryndís vann þá við rútubílaakstur og keyrði um Norðausturlandið nánast daglega þar sem lítið er um staði til að grípa með sér eitthvað að borða án þess að þurfa að setjast inn eða borga hátt verð fyrir. Það var svo í lok sumars sem Bryndís bryddaði upp á þeirri hugmynd að vera með matarvagn í Reykjahlíð í Mývatnssveit við okkur Finn og hjólin fóru að snúast.“

Dagbjört lýsir upp sveitina með breiðu brosi og góðum mat.
Dagbjört lýsir upp sveitina með breiðu brosi og góðum mat. mbl.is/Arndís María Finnsdóttir
Hjólhýsið sem starfsmenn Balú vefja gista í er kallað Rassakot …
Hjólhýsið sem starfsmenn Balú vefja gista í er kallað Rassakot og er ákaflega krúttlegt. mbl.is/Arndís María Finnsdóttir


Hvernig kom það til að þið ákváðuð að gera vefjur?
„Við fórum í rannsóknarvinnu til að sjá hvað það væri sem væri vinsælt og þægilegt í matarvögnum. Við höfum mikinn áhuga á var að tengjast svæðinu sem mest með því að taka inn hráefni úr sveitinni og því þurfti það að spila inn í gerð matseðilsins. Vefjur eru vinsælar og möguleikarnir eru virkilega margir þannig að það er hægt að gera eitthvað við allra hæfi. Við ákváðum því að láta reyna á vefjurnar og fengum fagmenn með okkur í gerð matseðilsins.“


Hvernig hafa viðtökurnar verið?
„Vonum framar! Mývetningar eru ofboðslega vinalegt, liðlegt og skemmtilegt fólk sem bauð okkur velkomin frá því að við funduðum með fyrstu heimamönnum í haust. Við finnum það dag frá degi hvernig straumurinn eykst og höfum fengið virkilega góðar viðtökur frá viðskiptavinum.“


Stendur til að auka vöruúrvalið? 
„Já, við erum að fara að byrja með „Pulled Pork“ á næstu dögum og ég get ekki beðið! Fólk virðist mjög spennt fyrir því að prófa það og svo finnst mér þetta hreinlega bara vanta á matseðilinn okkar góða. Svo vorum við líka að taka inn vöfflur með sultu, Nutella/súkkulaðisósu og rjóma og morgunverð í krukku sem eru hafrar með möndlumjólk og fleira góðgæti.“

Er fitandi að selja gúmmelaði og vöfflur allan daginn?
Ég ætla ekkert að ljúga að ykkur og segjast EKKI borða vöfflur og vefjur daglega. En ég er ekki frá því að ég sé að grennast! Maður er náttúrulega alltaf á fullu hér þannig þetta er allt í lagi eins og er.“


Hvað er skemmtilegast við þetta ferli ?
Vá þetta er allt svo rosalega skemmtilegt! Allt frá því að “brainstorma” hugmynd, vinna hugmyndina áfram með áætlanagerð, fundum og fleiru ráðabruggi, sækja um styrki, stofna fyrirtæki, öll samskipti, flytja inn vagninn, stressið, álagið, gleðin….. fá vagninn til landsins, sækja hann, koma honum á sinn stað, kaupa allt inn í hann, gera matseðilinn, gera heimilislegt og krúttlegt, OPNA og selja vefjur úr sínum eigin vagni sem maður er búinn að eyða mörgum mánuðum í að láta verða að veruleika. Ég bara svíf um á bleiku skýi hér í Mývatnssveitinni því draumurinn minn er svo sannarlega að rætast.“

Hvar býrðu ?
„Ég bý á tjaldsvæði hér í sveitinni í litlu sætu hjólhýsi sem er eins og punt-dúkkuhús. Hjólhýsið sáum við (Premia ehf) auglýst til sölu í byrjun árs og vorum við ekki lengi að stökkva á það. Maður lætur ekki svona gersemi fram hjá sér fara!“

Hundurinn hennar Dagbjartar kann vel við sig í sveitinni.
Hundurinn hennar Dagbjartar kann vel við sig í sveitinni. mbl.is/Arndís María Finnsdóttir

Hvernig er að elda þarna?
„Það er ekkert mál að elda í hjólhýsinu, maður þarf bara að skipuleggja sig örlítið meira en í venjulegu eldhúsi sökum plássleysis. Ég er með tvær gas hellur, ágætis potta og allt til alls. Eina vesenið, ef vesen má kalla, er að ég get ekki staðið upprétt nema akkurat í miðju hjólhýsinu því ég er svo hávaxin!“

Hver er mesta áskorunin við að búa í hjólhýsi?
„Það er kuldinn! ….og að vera ekki með vatnssalerni, sturtu eða þvottavél inni hjá sér. En ein vinkona mín var svo yndisleg að lána mér mjög góðan rafmagnsofn sem heldur í mér lífinu og svo áskotnaðist mér ferðasalerni. Annars á ég kort í Jarðböðin og fer nánast daglega þangað og fötin af mér fæ ég að þvo á tjaldsvæðinu. Þannig það reddast allt – ekkert vesen!,“ segir Dagbjört og tekur vel á móti gestum í sumar með stóru brosi vöfflum, vefjum og almennri gleði.

Notalegt í hjólhýsinu.
Notalegt í hjólhýsinu. mbl.is/Arndís María Finnsdóttir
Slakað á milli vakta.
Slakað á milli vakta. mbl.is/Arndís María Finnsdóttir
Bleiki liturinn ræður ríkjum í Rassakoti.
Bleiki liturinn ræður ríkjum í Rassakoti. mbl.is/Arndís María Finnsdóttir
Dagbjört segist sofa vel í hjólhýsinu ef kuldaboli bítur ekki.
Dagbjört segist sofa vel í hjólhýsinu ef kuldaboli bítur ekki. mbl.is/Arndís María Finnsdóttir
Dagbjört heldur heimili í hjólhýsinu á meðan Balú er starfrækt …
Dagbjört heldur heimili í hjólhýsinu á meðan Balú er starfrækt yfir sumarið. mbl.is/Arndís María Finnsdóttir
Hér er notaleg tónlist spiluð fyrir gesti og hægt er …
Hér er notaleg tónlist spiluð fyrir gesti og hægt er að setjast fyrir utan og borða, sóla sig og klappa litla hundinum hennar Dagbjartar. mbl.is/aðsend
Vefjurnar eru ferskar og girnilegar en reykta silungavefjan er sú …
Vefjurnar eru ferskar og girnilegar en reykta silungavefjan er sú vinsælasta. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert