Safaríkur appelsínugrillkjúklingur

Appelsínukeimurinn er einstaklega sumarlegur og góður.
Appelsínukeimurinn er einstaklega sumarlegur og góður. mbl.is/TM

Grilli grilli grilli! Við fáum ekki nóg af grillmat en það má vissulega hressa upp á uppskriftasafnið og prófa eitthvað nýtt með hækkandi hita og léttari lund. Þennan kjúkling grilluðum við á Matarvefnum í gær en hann vakti mikla lukku enda ákaflega safaríkur. Uppskriftin er einföld og leynivopnið er marmelaði! 

fyrir 4
600 g 100% kjúklingabringur
200 g gott salat t.d spínat- og klettasalatblanda
1 pakki ferskt tagliatelle (má sleppa)
1 box piccolo-tómatar eða cherrytómatar
1 dl fetaostur í olíu 
2 msk. ristaðar furuhnetur

Salatdressing:
2 msk. ferskt kóríander, saxað
2 msk. appelesínumarmelaði (ég nota án viðbætts sykrus frá St. Dalfour)
4 msk. olífuolía
2 msk. appelsínusafi
1 tsk. dijon-sinnep
Allt sett í krukku og hrist 

Appelsínumarinering:

1 dl olía
2 msk. appelsínumarmelaði 
1/3 tsk. chiliflögur (ég nota chillíexploision í kvörn)
1 tsk. creolakrydd eða annað gott grillkrydd
1 tsk. hunang
1/2 ferskur hvítlaukur, pressaður

Allt sett í skál og hrært saman. Kjúklingurinn fer svo í box eða poka með marineringurnni og hrist nokkrum sinnum. Geymt í að lágmarki 1 klst. eða yfir nótt.

1. Berið olíu á grillið svo kjúklingurinn festist ekki við. Ef hann festist við dugar venjulega að leyfa honum að grillast lengur og þá losnar kjötið frá þegar það er orðið eldað.

2. Grillið kjúklinginn uns hann er grillaður í gegn. Varist að ofelda.

3. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.

4. Skerið kjúklingabringurnar í sneiðar og raðið ofan á pastað. Stráið furuhnetum yfir og hellið svo dressingunni yfir og tómötunum. 

5. Hellið fetaostinum yfir salatið og berið fram með kjúklingnum.


 

mbl.is/TM
Sumarbústaðalíf fölnar fljótt ef grillið bilar.
Sumarbústaðalíf fölnar fljótt ef grillið bilar. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert