Svona stýrir Costco fjöldanum

Alls eru 1.000 innkaupakerrur í Costco.
Alls eru 1.000 innkaupakerrur í Costco. Kristinn Magnússon

Fyrst eftir að Costco opnaði mátti hver sem er fara þangað inn svo lengi sem hann var með félagakort eða í fylgd með handhafa slíks korts. Fljótlega varð þó ljóst að stýra yrði fjöldanum betur og því var brugðið á það ráð að hleypa einungis fólki með innkaupakörfur inn. Alls eru 1.000 innkaupakerrur fyrir utan Costco og ef þær eru allar inn í búðinni er auðvelt að skjóta á hversu margir gestir eru þar inni hverju sinni ef miðað er við að tveir einstaklingar séu um hverja kerru að meðaltali. 

Margir töldu það vera til þess að ýta undir stórkaup enda kerrurnar fremur stórar en svo var alls ekki – hér var einungis um einfaldar fjöldatakmarkanir að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert