Hnífaparageymsla á 49.900 vinsæl

Frumleg og rándýr leið til að geyma hnífapör.
Frumleg og rándýr leið til að geyma hnífapör. mbl.is/TM

Fagurkerar á leið upp Bankastrætið líta gjarnan í gluggann á lífstílsversluninni Aurum. Nýverið bættist frumlegt listaverk sem hýsir hnífapör í gluggann en um er að ræða listaverk eftir Maríu Ólafsdóttur eða Mary eins og hún kallar sig. Kúlan er handmáluð af ítölskum listamanni og er upprunalega hnífaparageymsla en hefur einnig verið notuð sem vasi. Kúlan kemur í 2 útfærslum og kostar sú með stærra munstrinu 59.900 krónur en sú með því minna 49.900 krónur. 

Aðeins 10 kúlur eru af hverri stærð og eru þær númeraðar en ekki verða fleiri framleiddar. Verslunarstjóri Aurum segir ekki marga gripi vera eftir en hnífaparakúlurnar eru vinsælar brúðargjafir en þar að auki hafa þó nokkrir keypt kúluna til eigin nota, t.d. undir gullhnífapör.

Kúlurnar eru handmálaðar af ítölskum listamanni en hannaðar af Maríu …
Kúlurnar eru handmálaðar af ítölskum listamanni en hannaðar af Maríu Ólafsdóttur. mbl.is/aurum
Kúlan er með botni og því má setja blóm í …
Kúlan er með botni og því má setja blóm í hana. mbl.is/aurum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert