Kemur vond lykt upp upp úr ruslinu?

Mikilvægt er að góð lykt sé í eldhúsinu.
Mikilvægt er að góð lykt sé í eldhúsinu. Ljósmynd/ApartmentTherapy

Rusl er sjálfsagt ekki í uppáhaldi hjá mörgum en engu að síður er það óhjákvæmilegt að hafa rusl á heimilinu – eða hvað? Lyktin er eitthvað sem flestir eru lítið hrifnir af og við tókum því saman nokkur skotheld ráð fyrir ykkur sem ættu að tryggja örlíti minni fýlu og betri sorpheilsu heimilisins. 

Þrífðu: Það gefur augaleið að skítug og illa lyktandi ruslatunna framleiðir mikla og vonda lykt. Það er því nauðsynlegt að þrífa ruslatunnuna reglulega og passa upp á að allt sé með snyrtilegasta móti.

Flokkaðu: Hér er lykilatriði að henda ekki bara öllu í ruslið og skilja svo ekki neitt í neinu. Taktu það sem helst mun gefa frá sér lykt eins og t.d. fiskiroð og pakkaðu því sérstaklega inn.

Fjárfestu: Í sorpkvörn ef þú hefur tök á. Sorpkvarnir draga mikið úr sorplosun heimila og eru ákaflega þægilegar í alla staði.

Svindlaðu: Hér koma matarsódinn og sítrónubörkurinn sterk inn en margir spekúlantar ráðleggja fólki að dreifa slíku í ruslatunnurnar til að vega upp á móti lyktinni. Okkur finnst það hins vegar tilgangslaust enda segir það sig sjálft að góð lykt er ekki að fara að yfirgnæfa vonda lykt. Þá kemur bara skrítin vond lykt.

Þrífðu meira: Þrífðu umbúðir sem fara í ruslið og reyndu að hafa skipulag á ruslinu. Flokkaðu eins og vindurinn og vertu svoldið meðvitaður um umhverfið. Þrífðu mjólkurfernurnar áður en þú brýtur þær saman og notaðu skynsemina eins og kostur er.

Hreyfðu þig: Farðu oftar út með ruslið. Ef það kemur reglulega fýla upp úr ruslinu heima hjá þér ertu ekki að fara nógu oft út með ruslið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert