Veðrið er ömurlegt og hvað eldar maður þá?

Bragðgott og einfalt kjúklingalasagna gert í steypujárnspotti eða pönnu.
Bragðgott og einfalt kjúklingalasagna gert í steypujárnspotti eða pönnu. Ljósmynd: BevCooks.com

Það blæs ekki byrlega fyrir landsmönnum en rigning er um land allt. Það er því ljóst að það verður ekki mikið grillað í kvöld og því fátt annað að gera en að fara í kósígallann og elda sér eitthvað djúsí og gott.

Við höfum reglulega birt uppskriftir sem henta sérlega vel þegar veðrið er nákvæmlega svona og þetta eru uppáhaldsuppskriftirnar okkar þegar maður þarf á smá huggun að halda. 

Humarlokur með hrásalati og kartöfluflögum.
Humarlokur með hrásalati og kartöfluflögum. Jennifer Berg

Stundum þarf maður smá humar í líf sitt en Jennifer Berg er sérlega lunkin við að gera girnilegan mat. Þetta er eiginlega hið fullkomna lúxus-huggunarfæði.

Uppskrift á mbl.is: Humarlokur með hrásalati og kartöfluflögum

Djúpsteiktir kjúklingavængir með mangó- og ananas-sósu
Djúpsteiktir kjúklingavængir með mangó- og ananas-sósu Kristinn Magnússon

Djúpsteiktur matur stendur alltaf fyrir sínu og þessar uppskriftir frá Anítu Ösp Ingólfsdóttur matreiðslumeistara eru hreinasta unun.

Ljós­mynd/​BevCooks.com


Stundum þarf maður bara gott pasta. Það er eitthvað sérlega sveitó og girnilegt við þetta pasta. Kannski er það steypujárnspannan en það er engu líkara en þessi uppskrift sé sköpuð fyrir sumarbústaðarferðina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert