Kokkur fótboltalandsliðsins með Michelinpartý

Einar, eigandi Einsa kalda, hefur ferðast víða með íslenska karlalandsliðinu …
Einar, eigandi Einsa kalda, hefur ferðast víða með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Hér er hann í París á síðasta ári. mbl.is/Einsikaldi.is

Einar Björn Árnason, matreiðslumeistari og eigandi Einsa kalda í Vestmannaeyjum, mun næstkomandi föstudagskvöld blása til sérlegs hátíðarkvöldverðar þar sem yfirkokkur Michelin-staðarins Ciel Bleu í Amsterdam mun leika lausum hala og þingmaðurinn Páll Magnússon mun verða kynnir kvöldsins. Einsi sjálfur eins og hann er kallaður er sjálfur hinn mesti meistari í eldhúsinu en hann er einnig yfirkokkur karlalandsliðsins í fótbolta og hefur ferðast með þeim um allan heim. Einsi segist lofa stórkostlegri veislu þar sem íslenski humarinn verður í aðalhlutverki.

Í tilkynningu frá Einsa segir:

„Föstudagskvöldið næstkomandi ætlar Einsi kaldi í Vestmannaeyjum að bjóða upp á einstakan kvöldverð á veitingastaðnum sínum. Þar mun Arjan Speelman yfirkokkur, ásamt aðstoðarmönnum frá Ciel Bleu í Amsterdam, bjóða upp á 6 rétta veislumáltíð, þar sem vestmannaeyskur humar verður í aðalhlutverki.

Þess má geta að Ciel Bleu státar af tveimur Michelin-stjörnum. Viðburður þessi verður ekki endurtekinn og því er talað um Pop Up-viðburð.

Þess má einnig geta að Einsi er nú þriðja árið í röð að bjóða upp á Michelin-stjörnu-viðburði á veitingastað sínum, sem hlýtur að teljast einstakt á Íslandi. 

Verð fyrir 6 rétta kvöldverð er aðeins kr. 10.500 og 14.500 með fjórum glösum af sérvöldum vínum. Sætaframboð er takmarkað en við erum nú þegar byrjuð að taka niður borðapantanir. 
Kynnir kvöldsins verður Páll Magnússon alþingismaður.“

Arjan Speelman yfirkokkur mun standa í eldhúsinu annað kvöld. Hér …
Arjan Speelman yfirkokkur mun standa í eldhúsinu annað kvöld. Hér er hann í Eyjum að grilla humar. mbl.is/aðsend
Einsi lofar magnaðri veislu annað kvöld.
Einsi lofar magnaðri veislu annað kvöld. mbl.is/aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert