Ævintýrið hófst á eltingaleik

Linda og Gylfi.
Linda og Gylfi. Ófeigur Lýðsson

„Ég sá bílinn á hringtorgi og varð ástfangin. Þetta var nákvæmlega bíllinn sem við vorum að leita að,“ segir Linda Björg Björnsdóttir, annar eigandi The Gastro Truck, sem hlotið hefur gagngera yfirhalningu og framleiðir nú úrvalsmat sem slegið hefur í gegn.

„Þetta endaði á að vera mikill eltingarleikur. Ég náði númerinu og hringdi í Samgöngustofu og fékk nafnið á eigandanum. Ég hafði loks upp á honum og hann reyndist tilbúinn að selja bílinn.“ 

Að sögn Lindu þurfti að smíða allt inn í bílinn og kom sér vel að kærasti hennar og samstarfsmaður, Gylfi Bergmann Heimisson, er sérlega handlaginn. „Við þekkjum ekkert annað en að vinna saman og gerum það vel. Í fyrra gerðum við upp gamlan bóndabæ sem við leigjum út til ferðamanna og veturinn fór svo í að gera bílinn tilbúinn. Það þurfti að hanna allt inn í hann og smíða og sá Gylfi alveg um það. Ég fékk hins vegar að hanna matinn enda liggur mín ástríða þar.“

Hugmyndin hjá þeim hjónaleysum var að bjóða upp á vandað götufæði sem á enskunni myndi kallast "upper class street food". „Það þýðir í grunninn að verið sé að bjóða upp á auðveldan og aðgengilegan mat þar sem mikil natni er lögð í hráefnið. Sem dæmi um þetta erum við að sous vide-elda kjúklingalærin okkar sem við gerum borgarann úr,“ segir Linda en þau voru þó alls óreynd þegar kom að því að reka matarvagn. „Við höfum hvorugt neina reynslu af einhverju viti því þetta er ekki bara að selja mat heldur er svo ótalmarg annað sem tengist þessu. Hvernig er best að hanna eldhúsið? Hvernig er best að undirbúa hráefnið og geyma? Og fleira í þeim dúr. Við vorum dugleg að leita til fagfólks sem var allt alveg rosalega hjálplegt. Við erum því fólk gríðarlega þakklát eins og gefur að skilja.“ 

Viðtökurnar hafa verið vonum framar en enn sem komið er hefur bíllinn ekki fastan samastað og ekkert enn ákveðið hvort af því verði. „Við erum mikið bókuð hjá fyrirtækjum og í alls kyns veislur. Svo er hægt að fylgjast með okkur á Facebook en við setjum alltaf inn hvar við erum sé það í boði,“ segir Linda og bætir því við að þau séu nú þegar komið með þó nokkuð af fastakúnnum sem fylgi þeim. 

Facebook-síða The Gastro Truck.

Bíllinn er hinn glæsilegasti enda var mikil natni lögð í …
Bíllinn er hinn glæsilegasti enda var mikil natni lögð í að gera hann upp. Ófeigur Lýðsson
Sem stendur er bara einn réttur á seðlinum en hann …
Sem stendur er bara einn réttur á seðlinum en hann þykir afburða góður. Ófeigur Lýðsson
„Þetta eru kjúklingalæri sem við pæklum og sous vide-um. Hann …
„Þetta eru kjúklingalæri sem við pæklum og sous vide-um. Hann er síðan djúpsteiktur og borinn fram með rifnu salati í jalapenio jógúrt aioli-sósu,“ segir Linda. Ófeigur Lýðsson
Gylfi Bergmann Heimisson og Linda Björg Björnsdóttir.
Gylfi Bergmann Heimisson og Linda Björg Björnsdóttir. Ófeigur Lýðsson
Hægt er að fá kjúklingaborgarann með frönskum.
Hægt er að fá kjúklingaborgarann með frönskum. Ófeigur Lýðsson
Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert