„Mér finnst hann geðveikur“

Þórey Sif Sigurjónsdóttir og Móey Mjöll Völundardóttir, sérlegir smakkarar Matarvefjarins.
Þórey Sif Sigurjónsdóttir og Móey Mjöll Völundardóttir, sérlegir smakkarar Matarvefjarins. Árni Sæberg

Það vantaði ekki gífuryrðin hjá vinkonunum Þóreyju Sif Sigurjónsdóttur og Móeyju Mjöll Völundardóttur sem gerðust sérlegir útsendarar Matarvefjarins og tóku að sér það erfiða verkefni að smakka ísinn hjá nýjustu ísbúð bæjarins sem ber hið skemmtilega nafn Skúbb.

Sjá frétt mbl.is: Fyrrum eigandi Omnom opnar ísbúð í góðum félagskap.

Það eru þremenningarnir Viggó Vigfússon, Hjalti Lýðsson og Jóhann Friðrik Haraldsson sem eiga heiðurinn að búðinni en markmiðið var að sögn Viggós að vinna ísinn allan frá grunni, vera meðvitaður um umhverfið og búa til heiðarlegan ís ef svo mætti að orði komast. Öll ísform eru endurvinnanleg og engar plastskeiðar í boði og svo mætti lengi telja.

Og ísinn sjálfur? Að sögn smakkaranna var hann sérdeilis frábær og báðar völdu þær sér sinn eftirlætis ís. Þórey valdi saltkarmelluísinn á meðan Móey elskaði að eigin sögn myntu- og súkkulaðiísinn. Henni þótti myntubragðið óvenjulegt en Viggó var fljótur að útskýra að það væri vegna þess að í ísnum væru enginn bragðefni heldur væri bragðið búið til frá grunni. Myntubragðið kæmi því frá myntulaufunum og liturinn líka. 

Ísbúðin er kærkomin viðbót í blómstrandi menningu Laugardalsins en í fyrra opnaði einmitt Kaffi Laugalækur þar. Viggó segir að viðtökurnar hafi verið framar björtustu vonum og að almennt sé viðskiptavinurinn mjög ánægður. 

Viggó ætti að vera öllum hnútum kunnugur því hann er einn af stofnendum Omnom-súkkulaðisins sem þykir sérlega bragðgott. 

Þær stöllur tóku starfið mjög alvarlega enda mikið ábyrgðarhlutverk að …
Þær stöllur tóku starfið mjög alvarlega enda mikið ábyrgðarhlutverk að smakka ís. Árni Sæberg
Stoltir ísgerðarmenn. Hér má sjá tvo af eigendum Skúbb, þá …
Stoltir ísgerðarmenn. Hér má sjá tvo af eigendum Skúbb, þá Hjalta og Viggó. Árni Sæberg
Ferskur og góður.
Ferskur og góður. Árni Sæberg
Hægt er að fá ís í boxi eða í vöffluformi.
Hægt er að fá ís í boxi eða í vöffluformi. Árni Sæberg
Búðin er öll hin glæsilegasta.
Búðin er öll hin glæsilegasta. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert