Má frysta brauðost?

Mismunandi er milli ostategunda hvernig gengur að frysta þá. Brauðost …
Mismunandi er milli ostategunda hvernig gengur að frysta þá. Brauðost má vel frysta. mbl.is/Árni Sæberg

Matarvefurinn fékk fyrirspurn um hvort frysta megi ost. Uppi eru ýmsar kenningar um það og vilja margir meina að áferðin á ostinum breytist. 

Við á Matarvefnum höfum ítrekað fryst Sveitabita sem er 17% feitur ostur. Sveitabiti fæst aðeins í stórum kubbum og því hefur það gagnast vel að taka kubbinn í tvennt og frysta helminginn. Ostur helst vel í frysti og áferðin breytist ekki. 

Þó er talið að mjög misjafnt sé milli tegunda af ost og hversu hátt fituinnihaldið er hvort hægt sé að frysta góðgætið með góðum árangri. Almennt gengur þó að frysta brauðost.

Gott ráð með ostaafganga af brauðosti sem eru of litlir til að skera, að rífa þá niður og frysta og nota út á ofnrétti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert