Svona eldar þú heilan kjúkling

Landsliðskokkurinn Viktor Örn Andrésson kennir hér hvernig má elda á auðveldan máta hin fullkomna kjúkling! Afraksturinn var ákaflega safaríkur og bragðgóður og fyrirhöfnin var lítil sem engin. 

1 heill Holtakjúklingur

Marinering:
2 msk fersk steinselja eða kóríander
40 g olía 
60 ml sojasósa 
50 ml fiskisósa
1 tsk pipar 
15 g ferskt engifer eða engiferpaste
15 g hvítlaukur eða hvítlaukspaste 
15 g af chillípaste (eða minan ef þú vilt ekki sterkt)
1 lime, safinn 

Hræra vel saman. Saltið kjúklinginn og hellið marineringunni yfir nuddið vel.( Sjá myndband).
Látið kjúklinginn marinerast yfir nótt.

Eldið á 120-130 gráðum í klst. Og svo á 40-50 mín á 210-220 til að fá stökka húð á kjúklinginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert