Heitasta hönnunarvaran í Góða hirðinum

Það er alltaf gaman að fara í Góða hirðinn enda rekst maður yfirleitt á einhverjar dásemdir sem hafa legið gleymdar og grafnar í kössum um árabil. Matarvefurinn gerði góða ferð þangað í gær og rakst á ýmislegt sem telst býsna áhugavert og flokkast sem hönnun eða sígildir gripir. 

Við rákumst líka á ýmislegt annað og sumir urðu kaupgleðinni að bráð en við nefnum engin nöfn. 

Hér gefur að líta það sem okkur þótti standa upp úr:

1. HAF

Það heitasta heitt þessa dagana er hönnunardúóið HAF og þessi diskur er úr smiðju þeirra og kostar aðeins 450 krónur. Til voru fimm slík stykki.

mbl.is/Þóra Sig

2. Stelton kanna (eða náskyld frænka hennar)

Þessi forláta koparkaffikanna er glettilega lík Stelton-könnunum frægu. Hún var föl fyrir lítinn pening og myndi sóma sér vel í hvaða eldhúsi sem er.

mbl.is/Þóra Sig

3. Holmengaard-krukka

Danskir hönnunargripir eru sígildir og Holmengaard stendur alltaf fyrir sínu. Að sögn heimildarmanna Matarvefjarins í Góða hirðinum rata slíkar gersemar reglulega þangað inn.

mbl.is/Þóra Sig

4. Ritzenhoff-glös

Það er mikið úrval af Ritzenhoff-glösum til sölu en þau fást í Casa og kosta fullt af peningum. Glösin eru mikið stofustáss og í miklu uppáhaldi hjá mörgum. 

mbl.is/Þóra Sig

5. Tekk 

Hægt er að rekast á alls konar sniðugt tekk eins og þessa fallegu bakka sem myndu sóma sér vel á hvaða heimili sem er. 

mbl.is/Þóra Sig

6. Karlakórinn Fóstbræður

Þessi forláta diskur var gefinn út í fyrra til að fagna 100 ára afmæli Fóstbræðra. Búast má við að slegist verði um gripina eftir nokkur ár. 

mbl.is/Þóra Sig

7. Hátíðarkvöldverðurinn

Á hverju ári heldur Klúbbur matreiðslumeistara hátíðarkvöldverð þar sem fínasta fólk landsins kemur saman. Gefinn er út diskur ár hvert og þetta er 2003-týpan. Forláta diskur sem einungis var framleiddur í nokkur hundruð eintökum. Nokkrir árgangar til. 

mbl.is/Þóra Sig
mbl.is/Þóra Sig
Sumir urðu aðeins of æstir og keyptu sér hest, jötu …
Sumir urðu aðeins of æstir og keyptu sér hest, jötu og málverk. mbl.is/Þóra Sig
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert