Eru dagar plastfilmunnar taldir?

ljósmynd/Bee´s Wrap

Eins og flest eldhússleipt fólk getur tekið undir er plastfilman eitt það mikilvægasta í eldhúsinu. Hún hjúpar matinn og ver hann og margur getur vottað að án plastfilmunnar væri eldhúslífið ansi mikið flóknara.

Vandamálið er hins vegar að hún er búin til úr plasti og eins og við vitum er það ekkert sérlega umhverfisvænt og uppfullt af alls konar óheppilegum og skaðlegum efnum sem talin eru krabbameinsvaldandi.

Það hefur því lengi verið beðið eftir lausn og nú er hún fundin!

Um er að ræða fjölnota filmu sem búin er til úr vaxi, efni og trjákvoðu og er auðvelt að þvo og þægileg í meðförum.

Við vitum ekki til þess að hægt sé að fá sambærilegar umbúðir hérlendis en óskum formlega eftir tilkynningum um það ef þið rekist á slíkt.

En myndbandið segir meira en mörg orð.

Heimasíðu Bee´s Wrap er hægt að nálgast hér.  

ljósmynd/Bee´s Wrap
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert