Landsmenn hrifnir af persónulegum kjúklingi

Jón Magnús Jónsson og Kristín Sverrisdóttir búa á Suður-Reykjum I …
Jón Magnús Jónsson og Kristín Sverrisdóttir búa á Suður-Reykjum I í Mosfellsbæ og reka Ísfugl. Synir þeirra taka virkan þátt í búskapnum. mbl.is/ísfugl

Matarvefurinn rak augun í myndir af fólki á pakkningum með kjúklingi og kalkúni í verslunum fyrir skemmstu. Við nánari athugun kom í ljós að myndir af bændunum sem rækta kjúklinginn eru á pakkanum og brosa þeir sínu breiðasta til viðskiptavinarins. Matarvefurinn hafði samband við fyrirtækið sem selur kjötið og spurði út í fólkið á pakkningunum.

Framan á einum pakkanum er jafnvel að finna framkvæmdastjórann sjálfan sem einnig er kjúklingabóndi ásamt fjölskyldu sinni en Jón Magnús Jónsson og Kristín Sverrisdóttir tóku alfarið yfir rekstur Ísfugls árið 2012 en þau búa á Suður-Reykjum I í Mosfellsbæ. Þau eiga fjögur börn, Hrefnu, Maríu Helgu, Jón Magnús og Sverri. Dæturnar eru flognar úr hreiðrinu en synirnir taka mikinn þátt í búskapnum. 

„Við erum gríðarlega stolt af bændunum okkar. Þess vegna bjóðum við nú mun aðgengilegri og ítarlegri upplýsingar um hver ræktar kjúklinginn hverju sinni. Þetta er hrein viðbót við sk. rekjanleikanúmer sem framleiðslan hefur verið merkt með til fjölda ára. Neytendur geta nú auðveldlega séð hvaða Ísfuglsbóndi ræktar kjúklinginn þeirra með límmiða sem er á umbúðunum. Okkur langaði að hafa þetta persónulegt. Þannig að fólk sem kaupir kjúkling frá Ísfugli viti frá hvaða býli varan kemur og frá hvaða bónda og því langaði okkur að kynna bændurna okkar með m.a. myndum,“ segir Jóhanna Logadóttir hjá Ísfugli en allir þeir fimm framleiðendur sem framleiða fyrir fyrirtækið voru myndaðir. 

Jóhanna segir viðbrögðin hafa verið ákaflega jákvæð. „Það eru forréttindi að búa á Íslandi þar sem samfélagið er lítið og við lýsum því oft þannig að „allir þekkja alla“. Við vitum jafnframt að það er fólkinu í landinu mikilvægt að geta valið gott íslenskt hráefni og vita nákvæmlega hvaðan það kemur. Með þessum nýju merkingum og upplýsingum kynnum við bændurna persónulega og fólkið getur treyst á að varan frá Ísfugli kemur frá einhverjum sem þau þekkja.“

Að Heiðarbæ I í Þingvallasveit búa hjónin Jóhannes Sveinbjörnsson og …
Að Heiðarbæ I í Þingvallasveit búa hjónin Jóhannes Sveinbjörnsson og Ólöf Björg Einarsdóttir ásamt börnum sínum þremur, Svanborgu, Sveinbirni og Steinunni. Á Heiðarbæ er rekið blandað bú með sauðfé, kjúklinga og silungsveiði í Þingvallavatni. mbl.is/isfugl.is
Pakkningarnar sýna framleiðendur kjötsins.
Pakkningarnar sýna framleiðendur kjötsins. mbl.is/Ísfugl
Neslækur er félagsbú þeirra Kristjáns Karls Gunnarssonar að Rauðalæk og …
Neslækur er félagsbú þeirra Kristjáns Karls Gunnarssonar að Rauðalæk og Ögmundar Jónssonar í Ásnesi í Ölfusi. Þeir félagar stofnuðu fyrirtækið árið 2013 og þó að stutt sé síðan eru þeir ekki algjörir nýgræðingar í kjúklingarækt. Báðir hafa þeir unnið fyrir Jón Magnús og Kristínu á Reykjum og Ögmundur er sonur Jóns í Hjallakróki og tók hann þátt í bústörfunum með föður sínum á uppvaxtarárunum. mbl.is/Ísfugl
Jón hóf kjúklingaræktun að Hjallakróki árið 1994 en var áður …
Jón hóf kjúklingaræktun að Hjallakróki árið 1994 en var áður með garðyrkjustöð í Hveragerði. Hann hefur ekki sagt alveg skilið við grænmetisræktunina, því jafnframt kjúklingaeldinu ræktar hann gulrófur, kartöflur, gulrætur og fleira grænmeti. mbl.is/Isfugl
Á umbúðum kjötsins er mynd af bændunum sem ræktuðu afurðina.
Á umbúðum kjötsins er mynd af bændunum sem ræktuðu afurðina. mbl.is/Ísfugl
Þorsteinn Sigmundsson er einn af frumbyggjunum í Kópavogi en þegar …
Þorsteinn Sigmundsson er einn af frumbyggjunum í Kópavogi en þegar hann og Alísa heitin, eiginkona hans, hófu búskap í Elliðahvammi var þar „bara skúr, grjót, holt og móar“. Þorsteinn rekur dæmigert lítið fjölskyldubú með afkomendum sínum en börnin hans, Aðalheiður og Sigmundur, starfa við búið ásamt mökum sínum og börnum. mbl.is/Ísfugl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert