Rantaði reiður af salerninu

ljósmynd/Starbucks

Þessi fyrirsögn er munnfylli og gott betur en fréttin á bak við hana (ef frétt skyldi kalla) er öllu auðmeltari. Eins og allir með mjólkuróþol og annað óþol vita skiptir það miklu máli að starfsfólk veitingastaða virði það og taki tillit til. Þannig að ef þú pantar þér frappuchino úr soyamjólk er harðbannað að setja venjulega mjólk. Nokkuð auðvelt hefði maður haldið en endrum og eins ruglast pantanir og þá verður allt vitlaust. Eins og í þessu tilfelli.

Maður nokkur í New York borg, Demit Strato, fór á Starbucks-kaffihúsið á mánudaginn og pantaði sér einmitt frappuchino með soyamjólk. Hann gekk glaðbeittur burt en segir að hann hafi fljótlega séð í hvað stefndi. Í kjölfarið fékk hann í magann með tilheyrandi innantökum og óþægindum og eyddi morgninum á salerninu.

Svo reiður varð Strato að hann leitaði á náðir samfélagsmiðla eins og margir kannast við og lét móðinn mása eða „rantaði“ eins og það er stundum kallað á hræðilegri íslensku.

Hér gefur að líta hvað hann hafði að segja:

Skjáskot af Facebook

Strato sagði í samtali við Huffington Post að Starbucks hefðu sett sig í samband við hann og boðið honum 50 dollara gjafakort og stungið upp á því í framhaldinu að bjóða upp á fræðslu um mjólkuróþol fyrir starfsfólkið. Strato sagðist þó ekki telja það líklegt til árangurs þar sem greinilegt væri á skilaboðum sem hann hefði fengið frá öðru fólki sem væri ítrekað að lenda í þessu sama að starfsfólkið tæki mjólkuróþol ekki alvarlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert