Tortillur með heslihnetusúkkulaði og berjum

Auðvelt og stórgott gúmmelaði!
Auðvelt og stórgott gúmmelaði! mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Ég elska allt með dökku súkkulaðismjöri! Ég dýfi berjum í það, smyr á brauð, set á pönnukökur og í múffur. Þetta er sérstakleg gott fyrir samviskuna þar sem í þessari dökku dásemd er ekki pálmaolía sem er í flestum öðrum súkkulaðismyrjum, súkkulaðið er lífrænt, glútenlaust og án aukaefna og því leyfi ég mér að stelast af og til í krukkuna með góðri samvisku,“ segir Linda Björk Ingimarsdóttir, matgæðingur Matarvefjarins. Hér deilir hún með okkur fljótlegri uppskrift sem hentar vel á grillið.

4 tortillur
Súkkulaði og heslihnetusmjör frá Mr Organic
Ber sem ykkur finnst best, ég var með brómber, jarðarber og bláber
Kanilsykur ef þið viljið til skrauts
Rjómi eða ís að bera fram með 

Smyrjið súkkulaðinu á tortillurnar og skerið berin niður sem þið viljið nota, magn fer eftir hvað ykkur finnst gott, lokið henni svo úr verði hálfmáni. Steikið á pönnu eða grillið þar til hún er orðin örlítið gyllt. Skerið í helming og setjið á disk, dreifið örlitlum kanilsykri yfir og berið fram með auka berjum og ís og/ eða rjóma. Einfaldara verður það ekki.

mbl.is/Hanna Andrésdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert