Hámarkaðu geymslurýmið í eldhúsinu

Þetta fallega eldhús lumar á ansi sniðugum lausnum.
Þetta fallega eldhús lumar á ansi sniðugum lausnum. Ljósmynd/Apartment Therapy

Það getur verið mikil kúnst að skipuleggja eldhús og útfæra þannig að allt pláss nýtist sem best og allt komist fyrir. Mikið af plássi er oft vannýtt og oft má gera einfaldar breytingar til að margfalda geymslurýmið.

Í þessu eldhúsi hefur húsmóðirin heldur betur tekið til sinna ráða og það er ekki annað hægt en að dást að hugvitssemi hennar og hversu snjallar sumar hugmyndirnar eru. Borðkrókar eru til að mynda mjög snjallt fyrirbæri þar sem hægt er að koma fyrir góðum geymslum og sökkulskúffur eru önnur lausn sem eru allt of sjaldgæfar. En hér eru nokkrar skotheldar hugmyndir sem vert er að leika eftir.

Þetta finnst okkur algjör snilld en hér er búið að …
Þetta finnst okkur algjör snilld en hér er búið að útbúa rými fyrir allt dótið sem yfirleitt er á eldhúsbekknum eða í einhverju tómu veseni ofan í skúffunum. Hér er þetta við hliðina á eldavélinni og því ákaflega handhægt. Ljósmynd/Apartment Therapy
Hér er búið að útbúa lítinn búrskáp á afar snjallan …
Hér er búið að útbúa lítinn búrskáp á afar snjallan hátt. Ljósmynd/Apartment Therapy
Útdraganlegar pottaskúffur eru sniðugar og auka nýtingu plássins til muna. …
Útdraganlegar pottaskúffur eru sniðugar og auka nýtingu plássins til muna. Hér er búið að hámarka nýtinguna eins og kostur er en passa samt upp á að allt sé aðgengilegt. Ljósmynd/Apartment Therapy
Sökkulskúffur standa alltaf fyrir sínu. Þessar eru með festingum þannig …
Sökkulskúffur standa alltaf fyrir sínu. Þessar eru með festingum þannig að nóg er að tylla tánni í skúffuna til að hún komi út og jafnauðvelt er að loka henni. Í sökkulskúffum getur verið sniðugt að geyma dót sem þarf að nota sjaldan eins og auka ofnskúffur og annað eða eitthvað sem börnin þurfa að komast auðveldlega í eins og gert hefur verið í þessu tilfelli. Ljósmynd/Apartment Therapy
Borðkrókurinn er með bekkjum sem eru í raun skúffur. Ákaflega …
Borðkrókurinn er með bekkjum sem eru í raun skúffur. Ákaflega snjallt og sniðugt. Hægt er að kaupa skúffueiningar í IKEA og breyta í bekk. Ljósmynd/Apartment Therapy
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert