Hvar er best að geyma matreiðslubækurnar?

Afskaplega huggulegt eldhús.
Afskaplega huggulegt eldhús. Ljósmynd/Pinterest

Matreiðslubækur eru snúið fyrirbæri. Þær eru bráðnauðsynlegar og því gott að hafa við höndina. Þær eru oftast ákaflega lystaukandi þannig að það má færa sannfærandi rök fyrir því að það sé stórhættulegt að hafa þær alltaf fyrir augum og svo eru þær úr pappír þannig að það er harðbannað að hafa þær of nálægt eldavélinni eða úti í glugga.

Það er líka fremur grátlegt að hafa þær of fjarri eldhúsinu en hvað er þá til ráða? Svarið hér er að hætta að pæla of mikið í því sem hér stendur og hafa bara bækurnar þar sem þú vilt. Sumir eru meira að segja á því að matreiðslubækur séu hin mesta heimilisprýði og við tökum undir það. Því tókum við saman nokkrar hugmyndir fyrir ykkur en til að svara spurningunni hér að ofan þá skyldi aldrei geyma matreiðslubækur of nálægt eldavélinni (þá drekka þær í sig fitu og eyðileggjast) eða úti í glugga (þá upplitast þær – sem er svo sem allt í lagi en verið alla vega meðvituð um þetta).

Hillur sem þessar – sem ætlaðar eru ljósmyndum koma sérlega …
Hillur sem þessar – sem ætlaðar eru ljósmyndum koma sérlega vel út þegar búið er að raða í þær fallegum bókum. Hér er búið að útbúa heilan vegg fullan af bókum í borðstofunni. Ljósmynd/Pinterest
Gamaldags diskahillur hér nýttar undir bækur. Kemur vel út.
Gamaldags diskahillur hér nýttar undir bækur. Kemur vel út. Ljósmynd/Pinterest
Hér er sérstök bókahilla á eyjunni.
Hér er sérstök bókahilla á eyjunni. Ljósmynd/Pinterest
Hér er búið að raða bókunum í kassa sem kemur …
Hér er búið að raða bókunum í kassa sem kemur vel út. Ljósmynd/Pinterest
Opið hillurými í eldhúsi er kjörið fyrir bækur.
Opið hillurými í eldhúsi er kjörið fyrir bækur. Ljósmynd/Pinterest
Bækurnar eru mikil prýði í þessu eldhúsi.
Bækurnar eru mikil prýði í þessu eldhúsi. Ljósmynd/Pinterest
Opinn skápur sem raðað er fallega í.
Opinn skápur sem raðað er fallega í. Ljósmynd/Pinterest
Svo má búa til hnífastand úr bókum. Nokkuð snjallt verður …
Svo má búa til hnífastand úr bókum. Nokkuð snjallt verður að segjast. Ljósmynd/Pinterest
Ljósmyndahillurnar koma vel út fyrir bækur.
Ljósmyndahillurnar koma vel út fyrir bækur. Ljósmynd/Pinterest
Hér er búið að breyta innkaupakörfum í bókahillur.
Hér er búið að breyta innkaupakörfum í bókahillur. Ljósmynd/Pinterest
Hér gefur að líta veglegt bókasafn í eldhúsinu sem er …
Hér gefur að líta veglegt bókasafn í eldhúsinu sem er litaraðað í þokkabót. Ljósmynd/Pinterest
Þessar hillur fást í IKEA og eru vinsælar fyrir bækur …
Þessar hillur fást í IKEA og eru vinsælar fyrir bækur og tímarit. Ljósmynd/Pinterest
Sniðug lausn í litlu rými.
Sniðug lausn í litlu rými. Ljósmynd/Pinterest
Hér nýtist rými sem annars væri væntanleg ónotað.
Hér nýtist rými sem annars væri væntanleg ónotað. Ljósmynd/Pinterest
Huggulegt...
Huggulegt... Ljósmynd/Pinterest
Smekklega raðað. Krukkur og kokkabækur.
Smekklega raðað. Krukkur og kokkabækur. Ljósmynd/Pinterest
Fallegar hillur úr koparrörum.
Fallegar hillur úr koparrörum. Ljósmynd/Pinterest
Krukkur og kokkabækur virðast eiga vel saman.
Krukkur og kokkabækur virðast eiga vel saman. Ljósmynd/Pinterest
Hér eru nokkrar bækur hafðar á hillu og gera mikið …
Hér eru nokkrar bækur hafðar á hillu og gera mikið fyrir eldhúsið. Ljósmynd/Pinterest
Þessi grái veggur (eða sambærilegur) er vinsæll á Pinterest en …
Þessi grái veggur (eða sambærilegur) er vinsæll á Pinterest en hann er gott dæmi um þegar veggur og hilla eru máluð í sama lit. Kemur vel út. Ljósmynd/Pinterest
Hugvitsamleg lausn!
Hugvitsamleg lausn! Ljósmynd/Pinterest
Einfalt og sniðugt.
Einfalt og sniðugt. Ljósmynd/Pinterest
Hér er búið að útbúa bókahillur við hliðina á ísskápnum …
Hér er búið að útbúa bókahillur við hliðina á ísskápnum sem kemur vel út. Ljósmynd/Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert