Nokkrar ástæður hausverkjar: Morgunhausverkur

Fólk er misferskt á morgnanna.
Fólk er misferskt á morgnanna. mbl.is/

Vekjaraklukkan hringir og þér líður eins og hún sé að berja þig í hausinn! Það er óskemmtilegt að byrja daginn með dúndrandi hausverk. En hvað veldur honum? Ein ástæða getur verið svefnleysi. Líkaminn þarfnast 7-8 tíma svefns og gæti verið að mótmæla minni svefni með hausverk. Annað sem gæti orsakað hausverk er of mikill svefn!

Áfengisneysla kvöldinu áður er vel þekktur valdur að morgunhausverk og oft þarf ekki marga drykki til. Einnig veldur áfengisneysla bæði vökvatapi og minni svefni, sem aftur eykur á hausverkinn.

Ein ástæða hausverkjar gæti verið eftirköst vegna hrota. Ef þú hrýtur stöðvast oft súrefnisflæðið til heilans og margir vakna með hausverk.

Kaffidrykkjufólk þarf að fá bollann sinn stuttu eftir að það vaknar og þekkja margir það að fá hausverk ef hann gleymdist eða honum er seinkað.

Hár blóðþrýstingur og þunglyndi getur einnig valdið morgunhausverk.

Til að forðast hausverk á morgnana er best að forðast áfengi kvöldið áður, sofa vel en ekki of lengi, hrjóta ekki, láta lækni kíkja reglulega á blóðþrýstinginn eða leita sér aðstoðar við þunglyndi. Og auðvitað að passa upp á að fá kaffið sitt strax!

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert