Brjálæðislegar brusselvöfflur Alberts

Æðislegur Albert! Við á matarvefnum elskum Albert en hann er …
Æðislegur Albert! Við á matarvefnum elskum Albert en hann er einn af okkar föstu pennum enda ákaflega flinkur í eldhúsinu. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Dags daglega er talað um belgískar vöfflur. Í Brussel í vor komumst við að því að mikill munur er á vöfflum í þeirri frægu vöffluborg eftir því hvar þær eru keyptar og hvernig deigið er. Tvær best þekktu vöfflutegundirnar í Belgíu eru ólíkar,“ segir Albert Eiríksson matarbloggari en hann brá sér til vöffluborgarinnar fyrir skemmstu. Hér má lesa allt um þá veitingastaði sem hann mælir með þar í bæ.

„Annars vegar er um að ræða Brussel-vöfflur og Liege-vöfflur. Liege-vöfflurnar eru óreglulegar og oft með perlusykri. Deigið er gjörólíkt. Í Brussel-vöfflurnar er sett bæði lyftiduft og þurrger. Þá gerir sódavatnið þær stökkar. Kannski ekki verra að taka fram að Liege-vöfflurnar eru meira street food og hinar kaffihúsa-vöfflur. Eftir að við tókum eldhúsið í gegn í upphafi árs var tvennt sem hreint og beint gufaði upp. Annað var belgíska vöfflujárnið, eftir að hafa leitað dyrum og dyngjum ákváðum við að játa okkur sigraða og keyptum nýtt – viti menn, daginn eftir fundum við gamla vöfflujárnið...“

Guðdómlega girnilegt!
Guðdómlega girnilegt! mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Brussel-vöfflur Alberts

3 egg
1 1/2 bolli hituð mjólk
1-2 msk. sykur
1 pk. þurrger
6 1/2 dl sódavatn við stofuhita
3 ½ bolli hveiti
1 tsk. lyftiduft
150 g smjör
¾ tsk. salt

Skiljið að hvítur og rauður.
Hitið mjólk og setjið sykur og ger út í í 10 mín.

Þeytið rauður og bætið gerblöndunni í. Þeytið áfram, hrærið þá sódavatni saman við.

Sigtið hveiti saman við og hrærið vel saman.

Bræðið smjör og stífþeytið hvítur.

Hellið smjöri í deigið og bætið hvítum varlega í ásamt salti. Látið deig bíða í 20-30 mín.
Þegar bólur koma á deigið er það tilbúið. Smyrjið vöfflujárnið, þó að það sé non-sticker.

Setjið 1/3 bolla deig í vöffluna. Þær eiga að vera stökkar og brúnar að utan.

Berið fram með ávöxtum, ís, súkkulaðisósu, flórsykri, púðursykri eða þeyttum rjóma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert