Heimsfrægt hús með hræðilegt eldhús

Ljósmynd/Airbnb

Margir kannast eflaust við húsið þegar þeir sjá myndina en um er að ræða hið heimfræga skeljahús eða Casa Caracol sem er að finna nærri Cancun í Mexikó. Húsið var hannað af þeim Raquel and Eduardo Ocampo og er algjörlega einstakt. 

Við rákumst á það á Airbnb og geta fjórir gestir gist í því fyrir 30 þúsund krónur á nóttina. Það er vel þess virði ef markmiðið er að eiga ógleymanlegt frí í stórkostlegu umhverfi en þó er einn galli á gjöf Njarðar. 

Eldhúsið veldur gríðarlegum vonbrigðum og verður að flokkast sem afspyrnuslakt. Svo slakt reyndar að það er varla eyðandi orðum í það. Myndir segja meira en mörg orð en hér er hægt að nálgast húsið á Airbnb.

Hér má sjá eldhúsið og miðað við hversu mikil hugsun …
Hér má sjá eldhúsið og miðað við hversu mikil hugsun og alúð hefur farið í hönnun hússins er það ótrúlegt að eldhúsið hafi heinlega gleymst. Ljósmynd/Airbnb
Gashella.
Gashella. Ljósmynd/Airbnb
Húsið er stórkostlegt listaverk.
Húsið er stórkostlegt listaverk. Ljósmynd/Airbnb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert