Jón Mýrdal opnar veitingahús úti á Granda

Jón Mýrdal er spenntur fyrir nýjum Messa út á Granda.
Jón Mýrdal er spenntur fyrir nýjum Messa út á Granda. mbl.is/

Í haust mun veitingastaðurinn Messinn í Lækjargötu færa út kvíarnar og opna nýjan stað úti á Granda, nánar tiltekið í Sjóminjasafninu. Messinn er einn vinsælasti fiskistaður borgarinnar og er númer 1 samkvæmt meðmælasíðunni Tripadvisor auk þess sem hin heimsfrægi grínisti Ricky Gervais tók ástfóstri við staðinn í nýlegri Íslandsdvöl sinni. Staðurinn er í eigu Jóns Mýrdal og Baldvins Kristinssonar. Þeir félagar seldu nýlega skemmtistaðina Húrra og Bravó en Finni Karlsson tónlistarmaður og eigandi Priksins keypti skemmtistaðina.

Messinn Granda verður með öðru sniði en veitingahúsið í Lækjargötu því þar verður boðið upp á fiskipönnuhlaðborð bæði í hádeginu og á kvöldin. Fiskurinn vinsæli verður sá sami og í Lækjargötunni, pönnusteiktur upp úr íslensku smjöri. 

Stefnt er að því að opna nýja staðinn í ágúst. Jón Mýrdal segist ákaflega spenntur fyrir komandi tíð og segir að nú skipti miklu máli að fá gott fólk með sér í lið. „Okkur vantar öflugt matreiðslufólk til að taka þátt í að gleðja gesti með himneskum steiktum fiski. Áhugasamir mega gjarnan senda póst á fiskur2@gmail.com eða kíkja niður á Messann í Lækjargötu,“ segir Jón, sprækur að vanda.

Staðurinn hefur getið sér gott orð fyrir að blanda ávöxtum …
Staðurinn hefur getið sér gott orð fyrir að blanda ávöxtum á borð við mangó, epli og vínberjum út í fiskréttina og ná þannig exótísku og fersklegu bragði. mbl.is/
Fiskipönnurnar á Messanum eru ákaflega vinsælar.
Fiskipönnurnar á Messanum eru ákaflega vinsælar. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert