Snittur á bráðnum osti

Lava Cheese-lakkrís með kerfli (má nota rucola), jarðarberi og rjómaosti. …
Lava Cheese-lakkrís með kerfli (má nota rucola), jarðarberi og rjómaosti. Skemmtileg bomba fyrir bragðlaukana.

Vin­irn­ir Guðmund­ur Páll Lín­dal og Jósep Birg­ir Þór­halls­son, eigendur Lava Cheese, boða komu nýrrar bragðtegundar á markað en fyrirtækið er í mikilli sókn. „Nýjasta tegundin okkar, Lava Cheese með reyktum cheddar, er komin á markað og mun birtast í fleiri og fleiri búðum eftir því sem líður á vikuna. Tegundirnar okkar eru þá orðnar þrjár talsins á þeim 7 mánuðum síðan við byrjuðum. Þær tegundir sem áður hafa komið út eru Lava Cheese með chili og Lava Cheese með lakkrís,“ segir Guðmundur en hann deilir hér skemmtilegum hugmyndum að ostasnittum.

„Hrím hönnunarhús er einn af sölustöðum Lava Cheese og hún Tinna Brá Baldvinsdóttir framkvæmdastjóri hélt um helgina partý þar sem boðið var upp á Lava Cheese-snittur. Fanney Dóra, kokkur á Matbar og Slippnum, gerði eftirfarandi snittur sem komu ákaflega vel út,“ segir Guðmundur og útilokar ekki að fleiri bragðtegundir gætu bæst við á næstu mánuðum.

Félagarnir eru hæstánægðir með miklar vinsældir ostasnakksins.
Félagarnir eru hæstánægðir með miklar vinsældir ostasnakksins.
Lava Cheese reyktur með basil mayo og bökuðum tómat. Einfalt …
Lava Cheese reyktur með basil mayo og bökuðum tómat. Einfalt og gott.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert