Hægeldar lamb í heitum potti

Hér má sjá Kristin fyrir miðju rétt áður en beina …
Hér má sjá Kristin fyrir miðju rétt áður en beina útsendingin hófst. Ljósmynd af Facebook-síðu Soðs.

Kristinn Guðmundsson heitir maðurinn á bak við matreiðsluþættina Soð og í kvöld verður haldið Soð-Boð. Af því tilefni er hann með beina útsendingu þar sem hann sýður lambaskrokk í heitum potti í 18 klukkustundir. Þemað er blóðberg og verður boðið upp á blóðbergsleginn lambaskrokk með blóðbergs-bernaise-sósu og blóðbergskokteil.

Fyrir þá sem ekki eru búnir að uppgötva Soð verður hægt að sjá þættina inni á Sjónvarpi Símans en upphaflega hélt Kristinn úti YouTube-rás. Við á Matarvefnum erum miklir sérfræðingar í matreiðsluþáttum (eins og lesendur vita) og leyfum okkur að mæla heilshugar með Kristni sem við fullyrðum að sé með þeim betri í bransanum.

Hér er hægt að nálgast YouTube rás Kristins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert