Munur á eggjum: Hollari egg frá frjálsum hænum

Egg úr „frjálsum“ hænum eru næringarríkari enönnur egg og mörgum …
Egg úr „frjálsum“ hænum eru næringarríkari enönnur egg og mörgum finnst þau bragðbetri. mbl.is/

Eru egg frá hænum sem fá að hlaupa um gras og móa hollari en hin hefðbundnu egg frá hænum sem lokaðar eru inni í búrum alla daga? Já, líklega, ef vel er hugsað um hænurnar.

Í könnun sem gerð var árið 2007 af Mother Earth News var skoðaður munurinn á næringargildi í venjulegum eggjum annars vegar og „frjálsum“ eggjum hins vegar. Frjálsu eggin innihalda þetta umfram venjuleg egg:

Tvisvar sinnum meira af omega-3 fitum.

Þrisvar sinnum meira af E-vítamíni.

Sjö sinnum meira af A-vítamíninu betakarótín.

Fjórðungi minna af mettaðri fitu.

Þriðjungi minna af kólesteróli.

Frjáls egg eru oft með appelsínugulari rauður og bragðast að áliti margra betur.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert