Kartöflur í hvítvínsrjómasósu

Ný kartöfluuppskera var kynnt í dag og við tilefnið elduðu tveir landsliðskokkar rétti þar sem kartöflur eru í aðalhlutverki. Ylfa Helgadóttir yfirmatreiðslumeistari á Kopar töfraði fram kartöflur í hvítvínsrjóma og smjörsósu með smjörsteiktum brauðraspi og laukum. 

Það var ekki annað að sjá en að matgæðingurinn Bergþór Pálsson væri mjög ánægður með réttinn. Þessa dagana er verið að dreifa nýrri uppskeru íslenskra kartaflna í verslanir og var viðburðurinn af því tilefni.

Í myndskeiðinu sýnir Ylfa hvernig rétturinn er gerður og þá fær Bergþór sér bita.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert